Hann má það...
Inga segir núna iðulega þegar ég segi við hana að vera ekki að taka dótið af Kristni: "Hann má leika með þetta þegar hann verður minni" ........aðeins að ruglast:)
Inga er með svo gott ímyndunarafl að það er alveg frábært. Hún getur leikið sér með hvað sem er og gert úr því leik. Hún til dæmis býr til samloku fyrir mig úr kubbum, vefur tusku utan um dúkkur og bangsa og segir að þau séu í kjól og fleira. Þegar hún er á milli fótanna á mér þá er hún iðulega í flugvél, bíl, húsi o.s.frv. Hún biður mig um að láta fæturna saman og þannig loka rýminu. Þá kemst t.d. ekki Mikki refur til okkar:).
Kristinn er mikið matargat. Við gáfum honum bæði svínalund og lambalæri um helgina og hann var ekkert smá ánægður. Maður með mönnum! Hann brosti sínu breiðasta og sagði: "namm namm". Hann er farinn að reyna að standa upp, þannig að það er stutt í enn meira fjör á þessum bæ:).
Inga er með svo gott ímyndunarafl að það er alveg frábært. Hún getur leikið sér með hvað sem er og gert úr því leik. Hún til dæmis býr til samloku fyrir mig úr kubbum, vefur tusku utan um dúkkur og bangsa og segir að þau séu í kjól og fleira. Þegar hún er á milli fótanna á mér þá er hún iðulega í flugvél, bíl, húsi o.s.frv. Hún biður mig um að láta fæturna saman og þannig loka rýminu. Þá kemst t.d. ekki Mikki refur til okkar:).
Kristinn er mikið matargat. Við gáfum honum bæði svínalund og lambalæri um helgina og hann var ekkert smá ánægður. Maður með mönnum! Hann brosti sínu breiðasta og sagði: "namm namm". Hann er farinn að reyna að standa upp, þannig að það er stutt í enn meira fjör á þessum bæ:).
4 Comments:
At 10:33 AM , Anonymous said...
Rosalega var gaman að sjá kvittið frá þér. Ja hérna hér þú bara komin með tvö kríli, ekkert smá rík.
Guð hvað er langt síðan við dönsuðum við MC Hammer hahaha ég fæ hláturskast.
P.s ertu með lykilorðið á síðuna okkar?
Bestu kveðjur María
At 8:32 AM , Anonymous said...
Inga aldeilis með ímyndunaraflið í lagi :)
Kemur ekki á óvart að Kristinn sé matargat, enda sést það á honum, hihihi :D
At 8:33 AM , Anonymous said...
Vúps gleymdi að kvitta ;)
-Maja-
At 2:51 AM , herborg said...
Ég er ekki með lykilorðið en er búin að senda þér ósk um lykilorð:)
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home