Tveir montrassar

Sunday, October 12, 2008

Duglegi Kristinn

Í gullmolaregninu hennar Ingu þá gleymist bara alveg að segja fréttir af litla herramanninum á heimilinu.

Kristinn er alveg svakalega sterkur og duglegur strákur. Hann er farinn að borða 3-4 sinnum á dag, auk þess sem hann er enn á brjósti. Hann er farinn að skríða hermannaskriði og er fljótur frá a til b. Hann byrjaði að skríða fyrir alvöru í þessari viku, var þó nokkru áður farin að mjaka sér aðeins áfram.
Hann er duglegur að dunda sér og er alveg ótrúlega meðfærilegur. Síbrosandi og sæll. Algjört draumabarn!

1 Comments:

  • At 9:24 AM , Anonymous Anonymous said...

    Kíki reglulega til að lesa gullmolana hennar Ingu, hún er algjört rassgat;)
    Ásrún Eva er eins og Kristinn rosalega meðfærileg og mikill dundari;)
    Kveðja
    Erla (systir Kristínar:)

     

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home