Tveir montrassar

Monday, September 15, 2008

Inga í essinu sínu

Inga var að hlusta á barnalög inni í herberginu sínu. Þegar "Bjössi á mjólkurbílnum" byrjar þá kemur pabbi hennar inn í herbergið. Þá segir Inga við pabba sinn "Ert þú Bjössi kvennagull??"

Í gær fórum við niður í bæ um hádegisbilið og Bjössi hafði tilkynnt Ingu að við ætluðum að fá okkur eitthvað í gogginn þar, semsagt fara út að borða. Inga spyr mig svo í bílnum hvort við ætlum að borða úti en þá segi ég henni að við ætlum nú að vera inni, veðrið sé ekki það gott. Þá segir Inga við pabba sinn: "Pabbi við ætlum inn að borða, ekki út að borða"

3 Comments:

  • At 11:27 AM , Anonymous Anonymous said...

    Hahahaha hún er nú ekkert eðlilega skýr þessi stelpa, algjör snillingur :)

    Bestu kveðjur frá öllum á Flórída sem sakna ykkar og Ingu og Kristins alveg rosalega!

    xxxx esk

     
  • At 2:06 AM , Anonymous Anonymous said...

    hehe... kann alltaf svör við öllu ;O)

    Kv, Kristín

     
  • At 11:29 AM , Anonymous Anonymous said...

    Hahaha...snilld :D
    -Maja-

     

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home