Duglega Inga
Inga Bríet er búin að vera í 4 daga í aðlögun á Kvistaborg. Þetta gengur ágætlega, hún var framyfir hádegismat í dag og þegar ég kom að ná í hana þá vildi hún bara fara að hvíla sig með krökkunum:). Hún spyr voða mikið um Stakkaborgar vini sína og starfsfólkið þar, en virðist vera rosa ánægð þarna líka. Konurnar sögðu að það væri eins og hún hefði alltaf verið þarna, hún lék sér við alla og var í svaka stuði:).
Inga Bríet er líka hætt með bleiu, sem er frábært. Fær að vísu enn bleiu yfir nóttina. Mikill munur að vera bara með eitt bleiubarn:)
Inga Bríet er líka hætt með bleiu, sem er frábært. Fær að vísu enn bleiu yfir nóttina. Mikill munur að vera bara með eitt bleiubarn:)
5 Comments:
At 4:16 PM , Unknown said...
Hæhæ :) Gaman að sjá að aðlögunin gengur vel! Hún er nú svo ótrúlega meðfærileg og þægileg að það var ekki við öðru að búast :) Svo er líka frábært að hún skuli vera hætt með bleiu! Hún er svo stór!
Allir krakkarnir í hennar hóp á Undralandi eru farnir að tala svo mikið að það er barist um að fá að tala í matartímunum! Áður var það bara Inga Bríet sem spjallaði út í eitt :)
Hafið það sem allra best :) Flottar myndirnar frá New York :)
Kveðja,
Þóra Jenny á Stakkaborg :)
At 4:36 AM , Anonymous said...
Inga er frábær. Hún er svo dugleg og alltaf gaman að vera með henni.
Pétur
At 2:10 PM , herborg said...
Takk fyrir skemmtilegu kveðjurnar:)
Þau hafa neyðst til að fara að spjalla greyin eftir að "Little miss chatterbox" (keypti þannig bol á hana um daginn:)) hætti:) hehe!
At 5:49 PM , Unknown said...
Hahah :) já það var enginn til að tala við aumingja þóru við matarborðið! Þau þurftu bara að gjöra svo vel að taka við sér. En núna eru "stóru" börnin okkar, sem komu inn með Ingu í haust, flest farin yfir á kattholt og aftur er maður kominn í að mata og tala við sjálfan sig :)
At 4:43 AM , herborg said...
great! hehehe..... :)
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home