Tveir montrassar

Sunday, October 12, 2008

Tveir gullmolar

Við vorum að keyra heim "í nóttinni" eins og Inga kallar það og Inga segist vera hrædd. Pabbi hennar fjölhæfi heldur í höndina hennar með annarri hendi um leið og hann keyrir. Þá segir Inga "sjáiði, bíllinn getur keyrt sjálfur".

Inga fór í 2 afmæli í dag og svo beint í mat til ma og pa. Þegar hún var búin að borða þar með bestu lyst kjöt og tilheyrandi þá sagðist hún vilja fá ís. Ég sagði við hana að það gæti nú ekki verið pláss í maganum fyrir meira. Hún sagði víst og benti svona til hliðar á maganum sínum og sagði að þar væri pláss fyrir ís. Og til að undirstrika mál sitt þá benti hún svo á miðjan magann á sér og sagði að þar væri kjötið!

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home