Tveir montrassar

Wednesday, July 30, 2008

Í myndaleysinu......

.....datt ég inn á gamla bloggið mitt og skoðaði myndir af Ingu Bríeti nýfædd- ca. 3 mánaða (áður en ég byrjaði með þessa síðu). Það er vissulega svipur með systkinunum, an alveg eins eru þau ekki!:)

Fyrir áhugasama þá er linkurinn hér:)

Monday, July 28, 2008

Kristinn Tjörvi 5 mánaða

Ég fór með Kristin í 5 mánaða skoðun í dag og það gekk vel. Hann þótti stinnur og sterkur strákur og dafnar vel. Hann er orðinn 8390 g og 67 cm. Hann fékk sprautu og sýndi ekki einu sinni svipbrigði þegar hann var sprautaður.
Kristinn er alltaf kátur, síbrosandi og sæll. Hann er farinn að velta sér í allar áttir og staldrar oftast stutt við á leikteppinu, er á augabragði kominn lengst út á gólf! Verður örugglega eins og Inga, sem velti sér á milli herbergja til að missa ekki af neinu! hehehe
Við byrjuðum að gefa Kristni graut fyrir nokkrum dögum og er ekki hægt að segja annað en að hann taki því vel, borðar með bestu lyst og hefur ekki orðið meint af því.

Inga Bríet er alltaf jafn hress og er í algjöru uppáhaldi hjá Kristni. Þegar hún kemur þá iðar hann alveg og spennir sig - langar mest í heimi að hlaupa á eftir henni.
Inga var voða mikið að suða um sleikjó áðan og ég sagði við hana að ætti að hætta að suða. Þá sagði Inga :"Ég er ekki að suða, ég er að tala."

Annars náðum við að týna myndavélinni okkar um daginn, þannig að það er einhver bið í glænýjar myndir:(.

Monday, July 21, 2008

"Nei, ég er svo klár"

-sagði Inga Bríet þegar ég bauðst til að hjálpa henni að opna Trópí um helgina:).

Monday, July 14, 2008

Kanínan er í fýlu....

Við vorum í bústaðnum hjá Kristínu, Kjartani og Silju Maríu seinustu nótt og var mikið fjör. Stelpurnar eru báðar miklir orkuboltar og fóru á kostum:). Við fórum svo með þeim í dag í Slakka (húsdýragarð) við mikinn fögnuð stelpnanna. Þar sáum við m.a. kanínur en Inga benti á eina þeirra sem var þreytuleg að sjá og tilkynnti okkur að hún væri í fýlu! - hehehe. Annars mjög skemmtilegt að kíkja þarna, skemmtilega sett upp.

Ég reyni að setja inn myndir af Ingu og Silju í sveitinni á morgun.

Saturday, July 12, 2008

Priceless moment!

Inga rétti mér gasblöðruna sína frá 17. júní áðan og sagði við mig að ég ætti afmæli og að það væri veisla í herberginu hans Kristins. Ég fór með henni þangað inn og fékk mér sæti. Þá sagðist hún ætla að syngja fyrir mig og sagði mér að bíða augnablik (mikið notaður frasi þessa dagana) hún þyrfti að ná í svolítið í sitt herbergi. Svo heyrði ég hana byrja að syngja afmælissöngin og heyrði hana koma nær. Birtist hún ekki með míkrófóninn af hljómborðinu sínu! Hún kláraði lagið og skv. henni þá var ég 3 ára í dag!

Inga og pabbi hennar bjuggu til pizzu fyrir okkur í matinn. Ingu finnst rosalega gaman að hjálpa til í eldhúsinu og er líka dugleg að smakka á öllum hráefnum á meðan:).

Inga Bríet vildi ekki fara að sofa í sínu rúmi í kvöld, sagði mér að hún væri leið í sínu rúmi og hrædd og vildi fá að sofa í mínu rúmi. Mamman gaf eftir í þetta skiptið. Við lögðumst svo saman og Inga sagði mér að við værum góðar vinkonur:).

Bless Stakkaborg....

Í gær var seinasti dagurinn hennar Ingu Bríetar á Stakkaborg en hún byrjar svo á nýjum leikskóla í ágúst. Inga fór með ís handa litlu vinum sínum og gaf svo Undralands-konunum góðgæti í körfu-osta, kex, sultu og súkkulaði:). Við erum búin að vera rosalega ánægð með leikskólann, frábært starfsfólk og góður andi, og það var því ansi erfið ákvörðun að flytja hana um set. En okkur þótti þó réttast að láta hana skipta strax svo að hún kynnist krökkunum í hverfinu sem hún á eftir að vera með í skóla í framtíðinni. Vonandi verðum við bara jafn ánægð þar!
Inga fékk fallega og skemmtilega bók í kveðjugjöf með myndum af henni og vinum hennar í leikskólanum og með myndum eftir hana í. Við tókum líka fullan poka af listaverkum eftir Ingu með okkur heim og fara nokkrar beint upp á vegg í herberginu hennar Ingu:).
Inga knúsaði og kyssti allar konurnar bless í gær, rosa sætt. Mamman þurfti nú bara að bíta á jaxlinn til að fara ekki að skæla bara!hehe...

Þegar við komum svo út í bíl þá sagði Inga að hún væri komin í sumarfrí og spurði hvert við værum að fara. Ég sagði að við værum nú bara að fara heim. Þá sagði Inga :"Nei, við erum að fara til Thomasar Ara."
Algjör snilld, þar sem að hún veit að við ætlum í stóru flugvélinni til þeirra í fríinu, hún hélt að sjálfsögðu að við myndum bara leggja í hann "med det samme!"

Við fórum svo á fótboltaleik í gær og voru Inga og Kristinn að fíla sig vel. Kristinn var bara brosandi í gegnum öll lætin:).
Inga sagði svo í morgun að hún ætlaði að segja Þóru (deildarstjóranum sínum) að hún hefði farið á fótboltaleik og að hún hefði verið dugleg í baði:). Hún veit að hún á að fara á nýjan leikskóla, en ætli hún haldi ekki bara að það séu allir af Stakkaborg að fara með henni:) hehe.... Hún er náttúrulega svo lítil greyið, en hún skynjar samt að það er einhver breyting í gangi.

Við erum semsagt öll í fríi núna og næsta mánuðinn. Vonandi dvelur rigningin bara bara stutt við!:)

Friday, July 11, 2008

Við erum svo cool



Friday, July 04, 2008

Gullmolar

Leiðbeinandi Ingu á leikskólanum sagði við hana: "Þú og litli bróðir þinn eruð bara alveg eins"
Inga svaraði strax:"Nei, hann er með typpi"

Ég sagði við Ingu: "Ertu á tásunum alveg eins og mamma". Þá sagði Inga: "Nei, þú ert á stóru tásunum og ég er á litlu tásunum".