Frumburðurinn 2 ára!
Ótrúlegt en satt, þá er daman orðin 2 ára. Reyndar erum við foreldrarnir búin að vera að tala um það undanfarna daga hvað hún er orðin mikill krakki, ekki lítil lengur! Hún leiðrétti mig t.d. áðan þegar hún benti á mynd í bók og spurði mig hvað þetta væri. Þá sagði ég að þetta væri bíbí. Þá sagði Inga: "Nei, þetta er fugl". Það er nefnilega það!
Við héldum upp á afmælið hennar um helgina og reyndum að hafa það eins smátt í sniðum og við gátum, buðum foreldrum, systkinum og bestu vinum Ingu:). Inga var alveg í essinu sínu og sagði í gærmorgun að hún vildi að krakkarnir kæmu aftur þann daginn, talaði að sjálfsögðu um að allir kæmu með pakka og svo myndu þau borða Latabæjarköku:).
Í morgun fékk hún svo pakkann frá okkur, fullt af kossum og ljúfan og vel samhæfðan afmælissöng. Núna er hún komin heim af leikskólanum og þar var mikið fjör. Inga bauð litlu vinum sínum upp á íspinna, fékk kórónu og naut athyglinnar í botn.
5 Comments:
At 8:53 AM , Anonymous said...
Flottust á afmælisdaginn! Tekur sig vel út með kórónuna :D
-Maja-
At 12:37 PM , Ásta said...
Til hamingju med daginn stóra stelpa!
Vonandi getum vid komid í næsta afmæli:)
Kvedja, Ásta og co.
At 6:55 AM , Anonymous said...
TIL hamingju með stóru stelpuna kæru vinir!
Árný, Raggi og Iðunn
At 1:37 AM , Anonymous said...
Til hamingju með afmælið Inga Bríet!
At 8:15 AM , Unknown said...
Hamingjuóskir :)
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home