Tveir montrassar

Friday, February 01, 2008

"Hún verður fyrirmyndar stóra systir......"

- sagði leikskólakennari Ingu Bríetar í gær þegar ég náði í hana. Þá hafði Inga Bríet tekið sig til í hádeginu og matað yngstu stelpuna á deildinni! Og þegar hún kláraði ekki alveg úr skeiðinni þá dró Inga hana að landi..... Það náðust myndir af þessu og þær voru alveg frábærar:). Inga talaði svo um þetta um kvöldið, að hún hefði verið að hjálpa Þórhildi að borða.

Annars var þorramatur hjá Ingu á leikskólanum í dag og tilkynnti hún mér þegar ég náði í hana að hún hefði borðað hákarl. Þegar við mæðgur vorum komnar heim þá byrjaði Inga að kvarta undan magaverkjum: "Illt í maganum mamma, mamma kyssa magann". Þetta endaði svo með því að litla daman kastaði upp nokkrum sinnum og bar sig aumlega. Vonandi er þetta bara búið. Hún sefur allavega vært eins og er. 7-9-13.
Því má kannski bæta við að þegar Inga var búin að gubba þá sagði hún: "Inga búin að skyrpa, ekki skyrpa meira". Hún er alltaf jafn dugleg að tjá sig:)

Ég skil annars ekki alveg að vera að gefa svona litlum börnum þorramat...

3 Comments:

  • At 7:44 AM , Blogger Unknown said...

    Æjæj litla skinnið okkar! Hvað er verið að gefa litlum dúllum svona súran þorramat sem fullorðið fólk þolir varla? Ojsen :(

    Amma og Sjöbba og Hannes og Júlla biðja annars voða vel að heilsa frá skíðunum. Við vonum að flutningarnir gangi vel og hefðum gjarnan viljað vera á staðnum til að hjálpa.

    Sérstakt knús frá ömmu Sólveigu til Ingu Bríetar :)

    Kv. Sjöfn

     
  • At 8:23 PM , Anonymous Anonymous said...

    Krútt ;) Efast ekki um að hún eigi eftir að vera góð við litla brósa og knúsa hann í klessu heheh...

    Kv, Kristín

     
  • At 2:58 AM , Blogger Ásta said...

    Litla skinnið! Ég myndi sko líka æla hákarlinum...
    Gangi ykkur vel með flutningana og að finna myndavélasnúruna;) hehe

     

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home