Tveir montrassar

Monday, January 07, 2008

Af Ingu Bríeti

Einn gullmoli í viðbót sem ég hef gleymt að setja hérna inn:
Inga Bríet var að horfa á Heru söngkonu í Stóru stundinni (Heru sem er alltaf máluð með eitthvað munstur við augað). Inga Bríet sagði við það tilefni: "Hún er skítug í framan".

Það snýst annars allt um "ég á þetta" þessa dagana. Krúttlegast er þó þegar hún segir við okkur foreldrana : " ég á þig mamma" og "ég á þig pabbi". Þegar hún þarf að koma þessu á framfæri við aðra þá segir hún "ég á þessa mömmu". Fyrst sagði hún alltaf "ég á þetta mamma". Setningarnar eru alltaf að þróast hjá henni og hún fer létt með að halda uppi samræðum, meira að segja í síma:).

Henni finnst rosalega gaman að láta elta sig og biður mig um að koma að hlaupa. Hún fær algjört hláturskast þegar ég elti hana og fær seint nóg af leiknum.
Núna er hún búin að liggja inn í rúmi í einn og hálfan tíma að tala við sjálfa sig, alltaf sami orkuboltinn. Hún fer vonandi að heimsækja draumalandið fljótlega:)

5 Comments:

  • At 4:12 PM , Anonymous Anonymous said...

    hehehe.. já það er ótrúlegt hvað orðaforðinn eykst hratt og líka það að tala rétt. Maður verður virkilega að fara að passa hvað maður segir ;)

    Svo Silja María er alltaf að kalla á Ingu Bríeti þessa dagana við alls konar tilefni, hvort sem hún er heima eða í bílnum hehehehe....

    Kv, Kristín

     
  • At 3:58 AM , Anonymous Anonymous said...

    Já þú ert frábær Inga, við verðum nú að fara að hittast :)
    Kveðja úr Stóragerðinu

     
  • At 2:15 AM , Blogger Ásta said...

    Hehe litli snillingurinn!
    En ég vill fleiri bumbumyndir:)

     
  • At 8:57 AM , Anonymous Anonymous said...

    Hæhæ!
    Vildi bara kvitta fyrir mig.
    Æðislega sæt stelpa sem þið eigið og innilega til hamingju með óléttuna.

    kv
    Vaka

     
  • At 4:06 PM , Blogger herborg said...

    takk takk:)

     

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home