Jólasveinninn er farinn.....
Inga Bríet hitti jólasveina á jólaballi leikskólans í seinustu viku. Hún var mjög smeyk við þá, vildi bara láta halda á sér og gróf sig inn í mann. Þegar það var búið að dansa í kringum jólatréð þá var jólakaffi og þá fóru jólasveinarnir. Þá tók Inga gleði sína á ný og fór að dansa. Núna þegar maður spyr hana hvar jólasveinninnn sé þá er svarið einfalt: "Hann er farinn" og hún er alsæl með það:)
Ég kom fyrr að ná í hana á leikskólann í gær, þar sem það var föndurdagur. Við Inga föndruðum jólasveinagrímu (það verður spennandi að sjá hvernig hún bregst við að sjá sjálfa sig með hana:)) og svo gerðum við skraut á jólatréð.
Á morgun er svo fyrirhuguð ferð í Húsdýragarðinn með leikskólanum en það verður líklegast blásið af þar sem að verðurspáin er slæm. Annars er planið þannig að fyrst á að keyra um bæinn og skoða jólaljósin og svo á að hitta hreindýrin í Húsdýragarðinum. Ferðin á svo að enda á heitu kakói og kleinum:)
Alltaf nóg um að vera í leikskólanum hjá Ingu.
Annars talar Inga Bríet út í eitt og er rosalega dugleg og góð stelpa. Hún er líka algjör prakkari og segja konurnar á leikskólanum að hún sé með merkilega góðan "ég gerði ekki neitt" svip:)
Ég kom fyrr að ná í hana á leikskólann í gær, þar sem það var föndurdagur. Við Inga föndruðum jólasveinagrímu (það verður spennandi að sjá hvernig hún bregst við að sjá sjálfa sig með hana:)) og svo gerðum við skraut á jólatréð.
Á morgun er svo fyrirhuguð ferð í Húsdýragarðinn með leikskólanum en það verður líklegast blásið af þar sem að verðurspáin er slæm. Annars er planið þannig að fyrst á að keyra um bæinn og skoða jólaljósin og svo á að hitta hreindýrin í Húsdýragarðinum. Ferðin á svo að enda á heitu kakói og kleinum:)
Alltaf nóg um að vera í leikskólanum hjá Ingu.
Annars talar Inga Bríet út í eitt og er rosalega dugleg og góð stelpa. Hún er líka algjör prakkari og segja konurnar á leikskólanum að hún sé með merkilega góðan "ég gerði ekki neitt" svip:)
2 Comments:
At 6:53 AM , Anonymous said...
Iðunn var líka ógurlega hrædd við jólasveininn í fyrra en núna finnst henni hann aðeins skárri og jafnvel svolítið fyndin. Vonandi hafið þið það sem allra best á aðventunni
kv frá Árósum
Árný, Raggi og Iðunn
At 1:28 PM , Anonymous said...
Hún er flottust! algjör grallari...Það er spurning hvort að hún verði jafn hrædd við þá að næsta ári. Á okkar heimili er engum sama hún þennan skrítna jólasvein, miklar pælingar í gangi hvernig hann komist eiginlega í skóinn.............
Kveðja úr Stóragerðinu
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home