Það fer ekkert fram hjá Ingu Bríeti.....
Inga er að venjast því að vera flutt í nýtt hús og hefur sofnað í sínu herbergi allar nætur nema fyrstu nóttina. Fram að deginum í gær hef ég þó setið hjá henni þangað til hún hefur sofnað en þá þótti mér hún vera orðin nógu örugg til að vera ein. Ég ákvað þó að nota ráðin úr Draumalandinu og sitja í dyragættinni, það er mælt með því að gera það í nokkra daga og svo í framhaldi af því þá fer hún að sofa alveg sjálf aftur. Inga stóð auðvitað upp nokkrum sinnum, söng vel valin lög, fór úr sokkunum sínum og tróð þeim undir lakið og spurði mig svo hvar sokkarnir hennar væru o.s.frv. Allt til þess að tefja það að fara að sofa:). Þegar ég var búin að sitja í dyragættinni hjá henni í rúman klukkutíma og það hafði ekki heyrst í henni í smá stund bað ég Bjössa um að gefa mér sódavatn. Hann kom með það og hraunbita í bónus með. Nema hvað að þá heyrist úr rúminu: "Mamma með sódavatn, má ég fá??", og þegar ég svo bít í hraunbitann þá heyrist:"Hvað ertu með mamma??". Hún er alveg priceless!
Inga Bríet var svo að horfa á tónlistarmyndband með pabba sínum um daginn og þar var ein bakraddasöngkonan svört. Þá sagði Inga Bríet: "Ash að syngja". (Fyrir þá sem ekki vita þá eigum við góðan vin frá Eþíópíu sem heitir Ash).
Inga Bríet var svo að horfa á tónlistarmyndband með pabba sínum um daginn og þar var ein bakraddasöngkonan svört. Þá sagði Inga Bríet: "Ash að syngja". (Fyrir þá sem ekki vita þá eigum við góðan vin frá Eþíópíu sem heitir Ash).
1 Comments:
At 2:21 PM , Anonymous said...
lol...hún er bara fyndin :D
-Maja-
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home