Tveir montrassar

Monday, June 25, 2007

Inga orðin krakki:)

Það er svo gaman að fylgjast með Ingu þessa dagana. Hún er alltaf að setja saman orð og reyna að mynda setningar.

Núna þegar við vorum að koma inn úr göngutúr sagði hún: Labba úti krakkarnir úti. Hún var greinilega ekki til í að fara inn, enda erum við á leið út aftur, bara smá nart og ný bleyja svo ætlum við út á leikvöll.

Það var líka mjög fyndið um daginn. Ég var með hana á Klambratúni, á leikvellinum þar. Þar var lítill strákur sem Inga fór strax að leika við. Hún sat með honum á mölinni og þuldi upp fullt af hlutum, benti á skónna hans og sagði: skórnir o.s.frv. Svo leit hún upp og á mig og benti og sagði mamma. Krútt! Svo leiddust þau um leikvöllin, voða vinir eftir 5 mínútur....hehehe...

Það er alveg kominn tími á nýja mynd. Kemur fljótlega. Inga fékk að fljóta með mér í klippingu áðan. Hún er komin með stuttan topp, sumarleg og sæt!:)

1 Comments:

  • At 2:02 PM , Blogger Maja said...

    Rosa fín með nýju hárgreiðsluna!
    Ekki lengi að eignast vini hún Inga ;) hlökkum til að sjá ykkur á föstudaginn!

     

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home