Tveir montrassar

Monday, June 04, 2007

Duglega Inga!

Allt gott að frétta af okkur. Inga Bríet þroskast með hverjum deginum og er alltaf sami stuðboltinn. Henni finnst ekkert skemmtilegra en að dansa! Segir "dansa dansa" og þá á að kveikja á útvarpinu eða sjónvarpinu til að fá smá músík! Uppáhaldslögin hennar eru "Ég á lítinn skrítinn skugga" og "Ég og heilinn minn":) , að ógleymdu Kastljósstefinu! Þegar þessi lög eru spiluð þá er sko dansað með stæl!

Hún eykur alltaf við orðaforðann sinn. Varla að maður muni lengur öll orðin sem hún kann;). Hún setur líka saman tvö og tvö orð en hefur ekki endurtekið leikinn með 4 orða setningu:) Hún kallaði skó alltaf sokka en núna segir hún skór. Þannig að t.d. orðaforðinn yfir föt er: Peysa, húfa, sokkar og skór (segir líka bleyja).
Inga Bríet passar vel upp á tennurnar sínar og vill helst bursta oft á dag. Þá segir hún "bursta".
Einu orðin sem hún segir ekki rétt eru kex kallar það "disti" og loka þá segir hún "úka" (notar það reyndar líka þegar hún meinar opna).

Ég hendi inn nokkrum myndum fljótlega:)

6 Comments:

  • At 6:17 AM , Anonymous Anonymous said...

    Hehehe... já ótrúlega fyndið þegar þær dansa. Silju Maríu finnst nágranna lagið mjög skemmtilegt, bíð bara eftir því að hún fari að syngja með ;O)

     
  • At 9:08 AM , Blogger herborg said...

    Já, það þykir líka frekar skemmtilegt hér:) hehe

     
  • At 4:10 PM , Blogger Unknown said...

    Á að koma þeim strax inn á Nágranna ;)

     
  • At 5:20 PM , Blogger herborg said...

    hehee.......held að Inga sé aðeins inni í þeim efnum! hehehe

     
  • At 10:58 AM , Anonymous Anonymous said...

    ég ætlaði að fara að segja að þú gleymdir Nágrannalaginu :)

     
  • At 1:18 PM , Anonymous Anonymous said...

    Þetta kemur líklega úr hörðustu átt, en á ekki að fara að uppfæra???

     

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home