Tveir montrassar

Friday, September 29, 2006

Fréttir af Ingu Bríeti

Allt gott að frétta af okkur. Erum á fullu á framhaldsnámskeiði í sundi og Inga er orðin algjör sunddrottning! Kafar án þess að kvarta og klappar kurteisislega þegar tímarnir eru búnir. Hún vill samt ekkert að sundkennarinn sé að taka sig frá okkur og nota hana sem "sýningardýr", það er eins og hún muni eftir dýfunum sem kennarinn prófaði á henni.....hehehe....

Hún er búin að stækka og þyngjast mikið undanfarið og það verður spennandi að fara með hana í skoðun næst um miðjan október. Hún spólar hérna á parketinu og er að gera tilraunir til þess að skríða. Hún kemst hins vegar alveg frá a til b með því að velta sér bara, enga stund frá stofunni og inn í eldhús!

Myndir von bráðar.......

Friday, September 22, 2006

Montrassinn í hnotskurn!

Inga átti eitt snilldarmóment í sundinu í gær. Þegar pabbi hennar lét hana standa í lófanum á sér og lyfti henni hátt upp þá brosti hún út að eyrum og klappaði fyrir sjálfri sér. Algjört krútt!

Tuesday, September 19, 2006

Tíminn líður hratt.........

...........eiginlega of hratt!

Inga Bríet orðin 7 mánaða og gerir eitthvað nýtt á hverjum degi. Það nýjasta er að hún er farin að segja PABBI.

Áður en Inga fæddist hélt ég að það væri hæfilegt að vera heima í 6 mánuði. Ég lét það svo út úr mér daginn eftir að við komum heim með hana af fæðingardeildinni, að ég ætlaði að vera heima með hana í 20 ár! Ætli ég fari ekki einhvern milliveg í þeim efnum:) Ég tými ómögulega að fara frá henni alveg strax, eins og mig langar nú alveg að fara að spreyta mig í vinnu.

Við vorum annars í seinasta tímanum á byrjendanámskeiðinu í sundi áðan og byrjum svo á framhaldsnámskeiði á fimmtudaginn. Inga Bríet er orðin ofsalega klár að kafa:)

Monday, September 18, 2006

Klappandi - Inga


Inga hefur klappað fyrir flestu sem ég hef gert í dag. Gott að hafa svona lítinn stuðningsmann, gott fyrir sjálfstraustið!:)

Ég tók þessa mynd annars af henni þegar við vorum nýkomnar inn úr göngutúr í seinustu viku. Svona er hún alltaf hress þessi elska:)

Wednesday, September 13, 2006

Módelstörf-framhald



Í dágóðan tíma hef ég ætlað mér að taka myndaseríu af Ingu Bríeti, og lét loksins verða að því í dag:) Inga Bríet er í náttkjól sem Herborg langamma hennar saumaði á Ingu ömmu hennar:)

Inga Bríet í módelstörfum





Inga Bríet er farin að borða allt sem við gefum henni nema banana. Pabbi hennar borðar reyndar ekki banana, kannski hefur hún þá sérvisku frá honum:) Á neðri myndinni má sjá hvað hún er dugleg að sitja:)

Monday, September 04, 2006

Inga byrjuð að borða mat!

Inga Bríet var eingöngu á brjósti þangað til hún varð 6 mánaða og 6 daga gömul. Það fyrsta sem hún smakkaði var grautur og sú var glöð með það!:)
Hjúkrunarfræðingurinn í ungbarnaeftirlitinu ráðlagði okkur að byrja á að gefa henni 2 tsk fyrsta daginn, 3 tsk þann næsta o.s.frv. Inga Bríet ætlaði að grenja úr sér augun þegar hún fékk bara 3 tsk. annan daginn, ekki sátt!
Eftir nokkurra daga reynslu byrjaði Inga að fá 3 máltíðir á dag. Við erum búin að prófa að gefa henni banana, heimalagað eplamauk, ferskjumauk og sveskjumauk við litlar vinsældir. Hins vegar finnst henni gulrótamauk og grænmetismauk algjört lostæti:)

Von bráðar koma myndir af litla matargatinu í "fuld sving".

Friday, September 01, 2006

Vinkonurnar með börnin

Þessi mynd er tekin í skírnarveislunni hans Hrings. Maja með Hring og ég með Ingu Bríeti:)

Inga fór í LAX

Pétri finnst ekki leiðinlegt að vera með Ingu Bríeti:)
What´s up????
Ætti ég að senda Sigga Stormi þessa?hehehe
Fjölskyldan með aflann:)
Bjössi til í slaginn:) Inga voða spennt.....

Sunddrottningin:)