Tveir montrassar

Friday, June 30, 2006

Myndir af litla manninum sem fæddist í gær hér

Thursday, June 29, 2006

Hvað ætli Inga Bríet sé að hugsa þarna??
Þvílíkt prakkaraglott!

Lítill maður á hraðferð!

KL. 14:04 í dag kom drengur Björnsson(og Majuson) í heiminn, 5 vikum á undan áætlun:) Sá stutti er víst bara nokkuð sprækur og móðirin mjög hress eftir átökin:)

Innilega til hamingju Maja, Bjössi og Magnús Ari. Hlökkum mikið til að sjá litla krúttið!:) Annar Magnús eða ný uppskrift, kemur í ljós:).........

Tuesday, June 27, 2006

Til lukku Sjöfn:)


Sjöfn, föðursystir Ingu Bríetar, útskrifaðist á laugardaginn. Þessi mynd var tekin af þeim vinkonunum í byrjun maí:)

Friday, June 23, 2006

Thursday, June 22, 2006

Það fer allt upp í Ingu þessa dagana. Hún er ekki lengi að grípa í það sem er henni næst og setja það upp í sig. Í uppáhaldi er þó ullarteppið!!! Á því japlar hún af bestu lyst og er voða fúl ef maður tekur það af henni.......

Tuesday, June 20, 2006

Inga Bríet - 4 mánaða í gær

Við fórum með Ingu Bríeti á heilsugæsluna í gær og fengum að láta vigta hana og mæla. Inga er orðin 6515g og 63,5 cm.

Ég hringdi svo loksins í dag og skráði okkur í ungbarnasund. Það voru 2 laus pláss í byrjendahóp sem byrjar 15. ágúst, fyrir börn 3-6 mánaða. Um leið og ég lagði á hringdi ég í Kristínu og athugaði hvort þau langaði með okkur. Kristín var ekki lengi að tryggja þeim seinasta plássið. Það verður því mikið stuð hjá okkur í ágúst!:)

Monday, June 19, 2006

Afmæli

Ingu Bríeti langaði bara til að óska Ingu ömmu sinni til hamingju með afmælið:) Á myndinni má sjá flottu nöfnurnar:)!

Saturday, June 17, 2006

Fyrsti þjóðhátíðardagurinn hennar Ingu!



Við fórum í bæinn með Ingu í dag, 17. júní. Hún svaf mest allan tímann í vagninum, en fékk að vera aðeins í magapokanum þegar hún vaknaði:)

Seinni myndin er tekin af okkur þegar Inga var að vakna eftir góðan blund. Við mæðgur erum nú svolítið líkar á þessari mynd, finnst ykkur það ekki???:)

Flottar saman!

Þarna má sjá Emblu Eik halda í höndina og kyssa Ingu Bríeti:)! Embla á án efa eftir að vera góð stóra systir!:)

Tuesday, June 13, 2006

Stuð á leikteppinu
















Inga er orðin mun duglegri að dunda sér sjálf, bæði á leikteppinu og líka ef maður réttir henni dót. Hún á það þó til að japla á því í leiðinni:)

Sunday, June 11, 2006

Tenglar

Hér til hliðar á síðunni er ég búin að setja inn tengla á fullt af litlu fólki. Ef það er einhver sem kærir sig ekki um að hafa tengingu á sig útfrá þessari síðu, þá má hinn sami endilega láta mig vita.

Thursday, June 08, 2006

Inga hefur stækkað!


Það er ekki hægt að segja annað en að daman okkar hafi stækkað heilmikið á þessum tæpu 4 mánuðum. Fyrri myndin er tekin síðastliðinn mánudag og seinni myndin er tekin daginn sem hún fæddist. Alveg ótrúlegt!:)

Nokkrar úr fríinu





Tuesday, June 06, 2006

Komin heim

Þá erum við fjölskyldan komin heim úr fríi. Það var mjög ljúft hjá okkur, gott veður og góð afslöppun. Bjössi er svo áfram í sumarfríi til 20. júní, engin sérstök plön hjá okkur þó, bara njóta þess að vera þrjú saman.

Inga Bríet er alltaf að gera eitthvað nýtt. Hún er farin að grípa í hluti og leika sér meira sjálf. Hún liggur til dæmis núna alsæl á leikteppinu sínu, sem henni fannst nú ekkert sniðugt til að byrja með. Hún er rosalega sterk, spyrnir vel í og togar fast.

Skemmtilegri fréttir eru að hún er farin að hlæja! Algjört krútt:)

Ég set inn nokkrar myndir úr ferðinni fljótlega, meira seinna.........

Thursday, June 01, 2006

Nokkrar af Ingu Bríeti með mömmu sinni og pabba



Þessar myndir voru teknar 5. maí sl., í skírnarveislu Péturs Þórs frænda Ingu Bríetar. Þá mundum við eftir því að láta taka mynd af okkur fjölskyldunni, sem gleymdist í skírninni hennar Ingu Bríetar:).
Ein úr skírninni hennar Ingu Bríetar, en hún var skírð í Háteigskirkju 13. apríl síðastliðinn. Á myndinni erum við fjölskyldan ásamt sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur.