Tveir montrassar

Thursday, November 27, 2008

Mamma ég er upptekin.....

.........sagði dóttir mín við mig áðan þegar ég kallaði á hana:)

Wednesday, November 26, 2008

Systkinin sætu

Kristinn er í fyrsta skipti lasinn. Ég fór með hann til læknis í gær og það kom í ljós að hann er kominn með í annað eyrað. Hann er búinn að vera stíflaður með slím í smá tíma. Læknirinn sagði að hann væri greinilega búinn að vera með þetta í eyranu í einhvern tíma og sagði að hann væri greinilega "algjör nagli" víst hann var ekkert farinn að kvarta fyrr. Svo horfði hann í augun á honum og sagði "Það á enginn meira skilið en þú að fá pensilín"....hehe
Hann er allur betri núna, greinilega fljótt að virka.

Allt gott að frétta af Ingu fjörkálfi. Hún og einn strákur á deildinni hennar eru einu börnin sem leggja sig ekkert á daginn. Í dag var svo mikið fjör í þeim að það var farið með þau í salinn svo "litlu börnin" (eins og Inga kallar þau - NB þau eru öll fædd 2005 og 2006 á deildinni) gætu sofið. Þeim fannst það auðvitað bara fjör að fá að hlaupa þar um á meðan. Þegar ég svo spurði Ingu af hverju þau hefðu farið í salinn þá sagði hún: "út af því að við vorum að trufla" - hehehe!

Inga Bríet er orðin svaka flink að teikna og gerir mikið af því bæði í leikskólanum og hér heima. Hún teiknar karla með augu, munn, hár, hendur og fætur. Er mikið í því að teikna sig og foreldra sína:). Teiknar líka sól voða fallega. Svo er hugmyndaflugið í þessu jafn mikið og í öðru; segist vera að teikna könguló, risaeðlu o.s.frv. Hún merkir svo alltaf myndirnar og segist vera að skrifa nafnið sitt, er alveg með skriftartaktana á hreinu!:)

Systkinin að leika í Ingu herbergi




Tuesday, November 18, 2008

Samræður í morgunsárið

Þegar ég var að labba með Ingu á leikskólann í gær áttu sér stað þessar samræður.

INGA: "Mamma tungið er að fara"
ÉG: "Hvert er það að fara"
INGA: "Til mömmu sinnar, lengst út í geim. Mamma, tunglið er svangt"
ÉG: "Hvað borðar tunglið"
INGA: "Kjötbollur. Mikið af kjötbollum. Það festist kjötbolla í hálsinum á tunglinu. Og það þarf að gubba"

Friday, November 14, 2008

Gullmolar

Það fótbrotnaði strákur á deildinni hennar Ingu og hún sagði mér að hann hefði farið til "spítalands".

"Mamma, það er komin ný nótt" sagði Inga eitt kvöldið.

Það vinsælasta hjá Kristni þessa dagana er að fikta í snúrum. Hann er svakalega snöggur á milli staða, og stefnir alltaf beint í snúrurnar. Þegar ég var einn daginn búin að taka hann margsinnis frá snúrunum þá spurði Inga mig hvort hann væri óþekkur. Ég svaraði því játandi. Þá sagði Inga: "Eigum við að setja hann í aukaherbergið?" (það er skammakrókurinn á þessu heimili:)).

Litli sjarmörinn




Thursday, November 13, 2008

Svona er að vera litli bróðir

Inga vefur gullefni utan um Kristin og segir að hann sé í kjól.....

Smá syrpa






Systkinin á leið í afmæli, fín og sæt:)

Monday, November 10, 2008

Duglegi Kristinn

Hann stóð upp rétt í þessu:)

Wednesday, November 05, 2008

Mont

Bjössi fór á foreldrafund í leikskólanum áðan. Daman er sögð mjög félagslynd og getur leikið við alla. Sækir samt meira í eldri krakkana og þá sem geta spjallað, og er mest með 4 krökkum á deildinni....sem eru prakkaraleg eins og hún:). Hún er dugleg og með mikinn orðaforða og getur tjáð sig um allt og er dugleg að láta vita ef það er eitthvað sem hana líkar ekki:).
Ekki það að maður viti þetta ekki allt, en það er gaman að heyra það frá öðrum:).

Kristinn var í 8 mánaða skoðun fyrir helgi. Hann er 9400g og 70 cm, sterkur og duglegur strákur:).

Monday, November 03, 2008

Snjórinn er horfinn mamma......

......hvert fór hann?? Fór hann út í geim??

Þetta sagði litla músin, eins og ég kalla hana oft, við mig á laugardaginn þegar við vorum á leiðinni út.
Og vel á minnst, litla mús. Núna segir hún iðulega við mig að ég sé stóra músin hennar! Hún á það til að kalla á mig: "Stóra mús, komdu...." Er mjög krúttlegt en ég sé fyrir mér þegar hún segir þetta við mig á kassa í Bónus eða á einhverri biðstofu:).