Tveir montrassar

Thursday, April 24, 2008

Gleðilegt sumar!

Við mæðgur fórum og sáum Skoppu og Skrítlu í dag ásamt Silju Maríu, Kristínu og Kjartani. Ég hefði átt að vera búin að sýna Ingu Skoppu og Skrítlu myndband fyrir sýninguna því Inga var dálítið smeyk á sýningunni, setti upp skeifu og sagði við mig nokkrum sinnum að hún vildi fara heim. En inn á milli gleymdi hún sér, klappaði og söng með:). Hún var svo voða cool eftir sýninguna og sagði í bílnum að Skoppa og Skrítla ætluðu að koma að heimsækja hana:). Og þegar ég spurði hana hvort hún hefði verið hrædd þá neitaði hún því og hló!

Kristinn er algjört draumabarn. Drekkur, sefur og er rólegur þess á milli. Hann er strax orðinn spenntur fyrir systur sinni, fylgist vel með henni og brosir út að eyrum:).

Eitt sem verður að fá að fylgja með að lokum. Inga kallar poodle hunda trúða! hehehehehe

Wednesday, April 23, 2008

Litli sæti Kristinn



Saturday, April 19, 2008

Flottust:)



Systkinin nývöknuð og sæt í gærmorgun:)

Sunday, April 13, 2008




Saturday, April 12, 2008

Hvað á barnið að heita??

Jæja, þá er búið að skíra litla strákinn okkar og búið að opinbera hvað hann á að heita:). Hann heitir Kristinn Tjörvi, og er fyrra nafnið í höfuðið á föðurafa hans og seinna nafnið út í loftið. Skírnin fór fram í Bústaðakirkju í dag og við vorum með veisluna heima hjá okkur á eftir. Dagurinn heppnaðist frábærlega og viljum við nota tækifærið og þakka kærlega fyrir samveruna í dag og fyrir allar fallegu gjafirnar:).

Myndir koma síðar.

Tuesday, April 08, 2008

Nýjar tölur.....

Jæja, hann heldur áfram að stækka sá stutti. Hann var í 6 vikna skoðun áðan (hann verður 6 vikna á fimmtudaginn) og er búinn að þyngjast um 1900g og lengjast um 6, 5 cm frá fæðingu. Hann er semsagt orðinn 5675 g og 58,5 cm:). Hann fékk svo auðvitað toppeinkunn hjá lækninum!

Monday, April 07, 2008

Fyndið samtal

Ég spurði Ingu í bílnum á leiðinni heim áðan hvað hún fékk að borða í leikskólanum. Hún sagðist hafa fengið mjólk og bætti svo við að hún hefði verið að sulla mjólkinni. Svo sagði hún að Þóra hefði tekið af henni tekið af henni mjólkina (alltaf gert ef þau eru að leika sér með matinn). Svo sagði hún upp úr þurru: "Það er ekki í boði!". hehe...Hún er alltaf að koma með svona setningar þessa dagana, t.d. þegar við sitjum öll við eldhúsborðið þá segir Inga iðulega:"Hendur undir borð" og þegar við erum öll komin með hendurnar undir borð þá segir hún:"Gjörið þið svo vel".

Þegar við vorum svo að renna niður brekkuna þá kallaði Inga: "Veiiiiiiii, Brautarland! Give me five! Búmm....Give me five!Búmm.....Give me five! Búmm....." - og hló:)

Sunday, April 06, 2008

Hugulsama Inga

Við Inga löbbuðum út á leikvöll í dag. Inga vildi fyrst róla og svo fara í "mok-kassann"(hún kallar sandkassa semsagt mok-kassa). Inga sagðist ætla að búa til fína köku handa mér. Hún mokaði ákveðið í fötuna og leit svo upp og horfði í augun á mér og sagði:"Ertu þreytt mamma?". Ég svaraði neitandi. Þá sagði hún: "Er þér illt í maganum mamma?". Ég svaraði því líka neitandi. Þá spurði hún svona til öryggis: "Er allt í lagi mamma?". Ég jánkaði því og þá kom hún og gaf mér góðan faðm. Hún er nú meira krúttið! Þegar við vorum búnar að búa til nokkrar sandkökur og skreyta þær með steinum þá vildi Inga aðeins Vega salt og svo gengum við heim á leið. Þegar heim var komið lékum við okkur aðeins í garðinum, þar svaf litli bróðir í vagninum og pabbinn var að taka til hendinni:).