Tveir montrassar

Friday, February 29, 2008

Fæddur drengur!:)



Þá erum við orðin fjögur!:) Litli strákurinn okkar kom í heiminn í gær kl. 18:38. Hann var 3775g og 52 cm og með mikið dökkt hár eins og sést á myndunum. Ótrúlega myndarlegt eintak!:) Allt gekk vel og við erum komin heim:)

Stóra systir er ofuráhugasöm um litla bróður, og skilur ekki að hann sofi svona mikið og nenni ekki bara að kubba með henni.........

Monday, February 25, 2008

Með ímyndunaraflið í lagi.....

Inga Bríet var hjá ömmu sinni og afa í kaffi í gær og tilkynnti okkur að Jónas frændi hennar væri undir borðinu. Hún var búin að sannfæra sjálfa sig svo mikið að henni þótti vissara að kíkja.

Ég gaf Ingu kringlótt kex áðan. Þá sagði Inga: Þetta er sólin og rétti kexið upp í loftið :)

Sunday, February 24, 2008

Ekki jafn stundvís og stóra systir

Settur dagur að líða undir lok og allt í rólegheitum hér á bæ...............

Thursday, February 21, 2008

Inga coolisti

Þessi mynd var tekin í janúar, en ég varð eiginlega að deila henni með ykkur:). Þarna er Inga komin í náttkjólinn en setti svo sjálf á sig "karenemmuhúfuna" og sólgleraugun og fannst hún ekkert smá flott:). Hún kallar semsagt alltaf þessa húfu eftir frænku sinni sem á eins húfu og gaf henni þessa......

Wednesday, February 20, 2008

Ein góð af Ingu Bríeti




Þessi var tekin í afmælinu á sunnudaginn:) Inga snyrtileg eftir afmæliskökuna!
Annars allt gott að frétta héðan, bara 4 dagar í settan dag þannig að þetta getur gerst hvenær sem er. Spennó!:) Markmiðinum er allavega náð;við náðum að flytja, koma okkur sæmilega fyrir, halda upp á afmæli Ingu Bríetar og barnið fæddist ekki í gær!:)

Tuesday, February 19, 2008

Frumburðurinn 2 ára!




Ótrúlegt en satt, þá er daman orðin 2 ára. Reyndar erum við foreldrarnir búin að vera að tala um það undanfarna daga hvað hún er orðin mikill krakki, ekki lítil lengur! Hún leiðrétti mig t.d. áðan þegar hún benti á mynd í bók og spurði mig hvað þetta væri. Þá sagði ég að þetta væri bíbí. Þá sagði Inga: "Nei, þetta er fugl". Það er nefnilega það!




Við héldum upp á afmælið hennar um helgina og reyndum að hafa það eins smátt í sniðum og við gátum, buðum foreldrum, systkinum og bestu vinum Ingu:). Inga var alveg í essinu sínu og sagði í gærmorgun að hún vildi að krakkarnir kæmu aftur þann daginn, talaði að sjálfsögðu um að allir kæmu með pakka og svo myndu þau borða Latabæjarköku:).




Í morgun fékk hún svo pakkann frá okkur, fullt af kossum og ljúfan og vel samhæfðan afmælissöng. Núna er hún komin heim af leikskólanum og þar var mikið fjör. Inga bauð litlu vinum sínum upp á íspinna, fékk kórónu og naut athyglinnar í botn.


Tuesday, February 12, 2008

Enn einn gullmolinn

Ég fór til læknis áðan og þegar ég kom til baka sagði dóttir mín við mig:

"Fékkstu stíl mamma?".

Monday, February 11, 2008

Bumbumynd og getraun

Þarna er ég í vinnunni á öskudaginn í minimaliska öskudagsbúningnum mínum. En stóra spurningin er: Hvað var ég???

Það fer ekkert fram hjá Ingu Bríeti.....

Inga er að venjast því að vera flutt í nýtt hús og hefur sofnað í sínu herbergi allar nætur nema fyrstu nóttina. Fram að deginum í gær hef ég þó setið hjá henni þangað til hún hefur sofnað en þá þótti mér hún vera orðin nógu örugg til að vera ein. Ég ákvað þó að nota ráðin úr Draumalandinu og sitja í dyragættinni, það er mælt með því að gera það í nokkra daga og svo í framhaldi af því þá fer hún að sofa alveg sjálf aftur. Inga stóð auðvitað upp nokkrum sinnum, söng vel valin lög, fór úr sokkunum sínum og tróð þeim undir lakið og spurði mig svo hvar sokkarnir hennar væru o.s.frv. Allt til þess að tefja það að fara að sofa:). Þegar ég var búin að sitja í dyragættinni hjá henni í rúman klukkutíma og það hafði ekki heyrst í henni í smá stund bað ég Bjössa um að gefa mér sódavatn. Hann kom með það og hraunbita í bónus með. Nema hvað að þá heyrist úr rúminu: "Mamma með sódavatn, má ég fá??", og þegar ég svo bít í hraunbitann þá heyrist:"Hvað ertu með mamma??". Hún er alveg priceless!

Inga Bríet var svo að horfa á tónlistarmyndband með pabba sínum um daginn og þar var ein bakraddasöngkonan svört. Þá sagði Inga Bríet: "Ash að syngja". (Fyrir þá sem ekki vita þá eigum við góðan vin frá Eþíópíu sem heitir Ash).

Friday, February 01, 2008

"Hún verður fyrirmyndar stóra systir......"

- sagði leikskólakennari Ingu Bríetar í gær þegar ég náði í hana. Þá hafði Inga Bríet tekið sig til í hádeginu og matað yngstu stelpuna á deildinni! Og þegar hún kláraði ekki alveg úr skeiðinni þá dró Inga hana að landi..... Það náðust myndir af þessu og þær voru alveg frábærar:). Inga talaði svo um þetta um kvöldið, að hún hefði verið að hjálpa Þórhildi að borða.

Annars var þorramatur hjá Ingu á leikskólanum í dag og tilkynnti hún mér þegar ég náði í hana að hún hefði borðað hákarl. Þegar við mæðgur vorum komnar heim þá byrjaði Inga að kvarta undan magaverkjum: "Illt í maganum mamma, mamma kyssa magann". Þetta endaði svo með því að litla daman kastaði upp nokkrum sinnum og bar sig aumlega. Vonandi er þetta bara búið. Hún sefur allavega vært eins og er. 7-9-13.
Því má kannski bæta við að þegar Inga var búin að gubba þá sagði hún: "Inga búin að skyrpa, ekki skyrpa meira". Hún er alltaf jafn dugleg að tjá sig:)

Ég skil annars ekki alveg að vera að gefa svona litlum börnum þorramat...