Wednesday, December 27, 2006
.......ég heiti Inga og er komin með 4 tennur! Semsagt hin framtönnin og hliðarframtönnin að skjótast í gegn!:)
Tuesday, December 26, 2006
Allt að gerast.....
Tönn númer 2 mætt, framtönnin við hliðina á tönninni sem skaust upp í gær. Ætli stellið komi bara í einum rykk???:)
Monday, December 25, 2006
Jóla jóla - og Inga komin með tönn!:)
Já, þið lásuð rétt!!:) Hún fannst í morgun og er hún í efrigóm vinstra megin, semsagt hliðarframtönn:) Ekki algengt að taka þá tönn sem fyrstu tönn. Yfirleitt eru það framtennur í neðri góm sem koma fyrstar. Inga fer sínar eigin leiðir í þessu:)
Annars var voða fínt hjá okkur í gær. Við vorum í mat hjá foreldrum Bjössa og kíktum svo til mömmu og pabba í kvöldkaffi á eftir. Inga fékk rosalega margt fallegt, en hefur voðalítið vit á þessu ennþá. Hún hafði mest gaman af pappírnum og krulluböndunum. Nægjusöm stúlka:).
Svo er fullt af boðum framundan, mikið fjör!
Svo fékk litla vinkona hennar (fædd 16. des.) í Danmörku nafn í gær, dóttir Ástu og Jákups. Hún heitir Kristina Ósk:) Hamingjuóskir frá okkur!!
Fyrsta tönnin kom semsagt 10 mánaða og 6 daga:)
Annars var voða fínt hjá okkur í gær. Við vorum í mat hjá foreldrum Bjössa og kíktum svo til mömmu og pabba í kvöldkaffi á eftir. Inga fékk rosalega margt fallegt, en hefur voðalítið vit á þessu ennþá. Hún hafði mest gaman af pappírnum og krulluböndunum. Nægjusöm stúlka:).
Svo er fullt af boðum framundan, mikið fjör!
Svo fékk litla vinkona hennar (fædd 16. des.) í Danmörku nafn í gær, dóttir Ástu og Jákups. Hún heitir Kristina Ósk:) Hamingjuóskir frá okkur!!
Fyrsta tönnin kom semsagt 10 mánaða og 6 daga:)
Saturday, December 23, 2006
Gleðilega hátíð

Inga Bríet fór í 10 mánaða skoðun í gær og nýjustu tölur eru eftirfarandi:
Þyngd: 8755 g
Lengd: 70,5 cm
Ég hélt að hún væri búin að þyngjast meira, en þetta er víst bara alveg eftir bókinni miðað við barn sem hreyfir sig jafn mikið og Inga. Hún stendur upp milljón sinnum á dag og er á fleygiferð. Vantar ekki kraftinn í hana!
Hún var skoðuð bæði af lækni og hjúkrunarfræðingi. Læknirinn hlustaði hana, kíkti í eyrun og munninn, og vildi sjá hvernig hún stæði í fæturna. Hjúkrunarfræðingurinn spurði út í þroska, hvað hún gæti o.s.frv. Hún prufaði að láta hlut detta og þá sagði Inga: "datt". Það var eins og hún væri í munnlegu prófi:) Inga rúllaði þessu öllu upp, var samt svolítið smeik við lækninn. Hélt þéttingsfast í mömmu sína og leist ekkert á að láta pota í sig!!
Jæja, nóg í bili. Við óskum ykkur bara gleðilegra jóla og hafið það sem allra best yfir hátíðirnar:)
Saturday, December 16, 2006
Wednesday, December 13, 2006
Talandi Inga
Orðaforði Ingu Bríetar (tæplega 10 mánaða):
Mamma
Pabba
Namm
Datt
Dót
Blee (bless)
Danda (standa)
Ég kalla hana góða!!:)
Mamma
Pabba
Namm
Datt
Dót
Blee (bless)
Danda (standa)
Ég kalla hana góða!!:)
Inga tekur málin í sínar hendur
Það var viðtal við formenn tveggja stærstu stjórnmálaflokkana í gær í Kastljósi. Inga teygði sig í fjarstýringuna og lækkaði í þeim! heheheh
Sunday, December 10, 2006
Saturday, December 09, 2006
Bergur Kári og Inga Bríet



Sunday, December 03, 2006
Saturday, December 02, 2006
Inga Inga INGA
Inga er að læra svo margt nýtt þessa dagana. Hún er alltaf eitthvað babblandi og það nýjasta hjá henni er að segja "ble" þegar hún veifar, og er þá að sjálfsögðu að reyna að segja bless. Hún gerir þetta bara þegar henni hentar, ekkert endilega þegar hún á að vera að kveðja, sem getur verið mjög fyndið:).
Í gærkvöldi var Pétur frændi hennar að passa hana á meðan við brugðum okkur á Lennon tónleika og í kvöld voru mamma og pabbi að passa hana á meðan við fórum á jólahlaðborð. Inga var voða þæg en heldur hinsvegar að hún þurfi að skemmta og sinna "gestunum" allan tímann. Hún sýnir engin þreytumerki fyrr en konan með mjólkina mætir með kvöldsopann! Það er nokkrum sinnum búið að reyna að gefa henni stoðmjólk, við litlar vinsældir! Ekkert fake fyrir Ingu!
Mömmu og pabba finnst hún svo fyndin, ótrúleg orka í henni og svo mikið að hugsa. Mamma nefndi að stundum væri nú gaman að vita hvað svona lítil vera væri að hugsa......
Fyrr í dag fórum við í stór-fjölskylduboð Bjössa megin þar sem að Inga náði að heilla alla án mikillar fyrirhafnar. Ekki þótti ömmu hennar leiðinlegt þegar hún vildi heldur vera hjá henni en mér! hehe.... Inga var hinsvegar orðin svolítið skelkuð í lokin en hún þarf að koma sér í gott fjölskylduboðaform þar sem að jólin nálgast óðfluga. Og talandi um það, þá keyptum við fyrsta jólakjólinn á Ingu í dag. Hún verður langflottust á jólunum, í smáköflóttum rauðum kjól með rauðri flauelsslaufu, og í hvítri skyrtu og sokkabuxum innanundir:)
Jæja, nóg í bili af Ingu litlu.....
Í gærkvöldi var Pétur frændi hennar að passa hana á meðan við brugðum okkur á Lennon tónleika og í kvöld voru mamma og pabbi að passa hana á meðan við fórum á jólahlaðborð. Inga var voða þæg en heldur hinsvegar að hún þurfi að skemmta og sinna "gestunum" allan tímann. Hún sýnir engin þreytumerki fyrr en konan með mjólkina mætir með kvöldsopann! Það er nokkrum sinnum búið að reyna að gefa henni stoðmjólk, við litlar vinsældir! Ekkert fake fyrir Ingu!
Mömmu og pabba finnst hún svo fyndin, ótrúleg orka í henni og svo mikið að hugsa. Mamma nefndi að stundum væri nú gaman að vita hvað svona lítil vera væri að hugsa......
Fyrr í dag fórum við í stór-fjölskylduboð Bjössa megin þar sem að Inga náði að heilla alla án mikillar fyrirhafnar. Ekki þótti ömmu hennar leiðinlegt þegar hún vildi heldur vera hjá henni en mér! hehe.... Inga var hinsvegar orðin svolítið skelkuð í lokin en hún þarf að koma sér í gott fjölskylduboðaform þar sem að jólin nálgast óðfluga. Og talandi um það, þá keyptum við fyrsta jólakjólinn á Ingu í dag. Hún verður langflottust á jólunum, í smáköflóttum rauðum kjól með rauðri flauelsslaufu, og í hvítri skyrtu og sokkabuxum innanundir:)
Jæja, nóg í bili af Ingu litlu.....