Tveir montrassar

Monday, November 23, 2009

Enn og aftur gullmolar

Inga Bríet: Mamma, stækkar maður af því að borða nammi.
Ég: Nei Inga mín.
Inga Bríet: Af hverju er Glanni glæpur þá svona stór??
Ég: uuuuuuuh..... hann borðaði alltaf hollan mat þegar hann var lítill.


Það var tyggjóklessa á borðinu. Inga bendir á hana og segir: Mamma, þetta er eins og gamall karl í sólbaði með derhúfu.....

Tuesday, November 17, 2009

Nokkrar af leikskólanum hjá Ingu Bríeti.

Inga í Fossvogsdalnum
Inga með vinkonum sínum.
Notalegt í dalnum.


Krakkarnir á Birkilundi með fallegu skipin sín:)



Kristinn ánægður með að fá köku í drekkutímanum í leikskólanum:)


Tuesday, November 10, 2009

Þrír góðir gullmolar....

  • Við fórum með 2 skókassa í söfnuna "jól í skókassa" um seinustu helgi. Ég sagði við Ingu þegar við vorum að kaupa tannbursta og tannkrem, til að setja í skókassann, að við ætluðum að gefa börnum sem ættu ekki mömmu og pabba þetta. Þá sagði sú stutta: " Fá þau að bursta sig sjálf??"
  • Inga Bríet í aftursætinu: Mamma, veistu, regnboginn þurrkar rigningu því sólin sko hitar regnbogann. Sólin er sko mamma regnbogans:)
  • Diskarnir voru ennþá á borðinu frá því í gærkvöldi þegar við komum fram í morgun. Þá sagði Inga Bríet: Mamma, við erum bara eins og Kasper, Jesper og Jónatan. Við gleymum bara að taka til.....

Friday, November 06, 2009

Kristinn á náttfataballi:)




Sæti snúðurinn unir sér vel á leikskólanum:)


Thursday, November 05, 2009

Mamma, Dittinn meira kakó.....

svona er pilturinn orðinn duglegur að tjá sig.

Hann segir líka lekkoli sem þýðir að sjálfsögðu leikskóli:). Hann er alltaf að læra ný nöfn og segir nöfnin á nokkrum krökkum á deildinni sinni og á deildarstjóranum. Hann kann líka að segja Bergur "Beggu" og Pétur "Pedu" , þó hann kjósi nú að stríða honum með því að kalla hann afa núna:).
Hann segir bíll, voff voff, kubba og svo segir hann "daginn" þegar við mætum fólki á göngu:).

Einn gullmoli frá Ingu Bríeti í lokinn. Hún spurði mig hvort íþróttaálfurinn ætti bara þessu bláu föt. Ég jánkaði því. Þá sagði hún strax: "Sullar hann þá aldrei á sig??"