Tveir montrassar

Thursday, October 29, 2009

Duglegi Kristinn

Kristinn er stöðugt að bæta í orðaforðann þessa dagana. Hann er farinn að segja já, sem er mikið gleðiefni:). Hann segir líka kakó þegar hann vill fá kókómjólk og bendir á ýmislegt og segir "þetta er .......". Hann segir líka "atibæbæ" þegar hann vill sjá Latabæ. Latibær er í miklu uppáhaldi hjá honum og hann er orðinn ansi góður í að herma eftir íþróttaálfinum með ýmsum hreyfingum.

Hann er búinn að læra ýmislegt í leikskólanum, eins og að segja "takk fyrir" þegar hann er búinn að borða. Honum finnst gaman að teikna og leira og þegar ég náði í hann í dag var hann að púsla. Annars eru boltar ennþá í uppáhaldi hjá honum þó bílar séu orðnir þónokkuð vinsælir. Honum finnst líka rosa gaman að kubba og er farinn að geta byggt háa turna.

Kubbastund




Mesti snúður í heimi


Frændsystkinin í Katlagili í sumar

Líf og fjör
Þarna eru börnin að kalla í Línu langsokk, sem býr víst í húsinu þarna í fjarska:)

Ingveldur, Kristinn, Bergur, Inga og Karen


Wednesday, October 28, 2009

Í fyrsta skipti til tannlæknis

Ég fór með Ingu til tannlæknis í fyrsta skipti í dag. Inga stóð sig eins og hetja og tannlæknirinn hrósaði henni mikið hvað hún væri dugleg. Óhætt að mæla með þessum tannlækni ef einhver er að fara með barn í skoðun fljótlega.
Hann byrjaði á því að gefa henni tannbursta, sem hún fékk að velja. Því næst rispaði hann nafnið hennar með bornum í tannburstann. Hann leyfði henni svo að tannbursta bangsa sem svo spýtti vatni út úr sér þegar hún var búin við mikla kátínu. Hann blés upp blöðru með loftinu í stólnum og hún fékk líka að prófa stólinn, færa hann upp og niður, fram og til baka o.s.frv. Svo setti hann vatn í glas og leyfði henni að soga það upp með sugunni. Hún fékk að prufa videogleraugu og velja sjálf myndina. Svo leyfði hann henni að nýta stólinn sem rennibraut:).
Það var því lítið mál fyrir hann að fá hana til að opna munninn og leyfa honum að skoða tennurnar, nota tannþráð og setja flúor á. Tennurnar voru allar í fínu lagi:)

Hún fór því alsæl heim með tannbursta, blöðru og verðlaun; hring og bleikan gorm:).

Tuesday, October 27, 2009

Sætust!:)







Wednesday, October 21, 2009

"Bíddu aðeins Inga mín...

....ég er að sinna bróður þínum, ég get ekki gert allt í einu" sagði ég. Þá svaraði Inga: " Mamma, þú getur það alveg, þú ert með tvær hendur!"

Thursday, October 15, 2009

Inga og Jói Fel

Við Inga vorum að horfa á Jóa Fel um daginn. Jói var að baka, hann hrærði hráefnunum saman, skellti í form og 2 sekúndum síðar var kakan sýnd tilbúin. Þá sagði Inga Bríet:

"Mamma, hann er miklu fljótari en þú að baka".

Friday, October 09, 2009

Sætar frænkur:)