Tveir góðir gullmolar
Þegar við Kristinn náðum í Ingu í leikskólann í dag þá sagði ég við Ingu að það væri nú bara gott veður úti. Inga svaraði um hæl: "Já, ég finn bara enga vindhviðu."
Inga Bríet fékk að sofna í sófanum hjá mér í kvöld því pabbi hennar er í fótbolta. Áður en hún sofnaði vorum við mæðgurnar að ræða jólin og jólasveinana. Ég sagði henni að jólasveinninn gæfi bara börnum sem svæfu í sínu rúmi í skóinn. Þá sagði Inga, sem veit fátt betra en að sofa í örygginu á milli foreldra sinna: "Ég þarf ekkert að fá í skóinn, ég á svo mikið dót".
Inga Bríet fékk að sofna í sófanum hjá mér í kvöld því pabbi hennar er í fótbolta. Áður en hún sofnaði vorum við mæðgurnar að ræða jólin og jólasveinana. Ég sagði henni að jólasveinninn gæfi bara börnum sem svæfu í sínu rúmi í skóinn. Þá sagði Inga, sem veit fátt betra en að sofa í örygginu á milli foreldra sinna: "Ég þarf ekkert að fá í skóinn, ég á svo mikið dót".