Tveir montrassar

Thursday, September 24, 2009

Tveir góðir gullmolar

Þegar við Kristinn náðum í Ingu í leikskólann í dag þá sagði ég við Ingu að það væri nú bara gott veður úti. Inga svaraði um hæl: "Já, ég finn bara enga vindhviðu."

Inga Bríet fékk að sofna í sófanum hjá mér í kvöld því pabbi hennar er í fótbolta. Áður en hún sofnaði vorum við mæðgurnar að ræða jólin og jólasveinana. Ég sagði henni að jólasveinninn gæfi bara börnum sem svæfu í sínu rúmi í skóinn. Þá sagði Inga, sem veit fátt betra en að sofa í örygginu á milli foreldra sinna: "Ég þarf ekkert að fá í skóinn, ég á svo mikið dót".

Wednesday, September 23, 2009

Kristinn leikskólastrákur

Kristinn Tjörvi er byrjaður á leikskóla og líkar vel. Hann var mjög fljótur að aðlagast, sjálfur mömmustrákurinn.

Ein góða af Kristni: Hann var kominn upp í í gærmorgun, og vildi svo ólmur komast á fætur. Bjössi lyfti honum yfir sig og niður á gólf. Kristinn tölti út úr herberginu og koma til baka skömmu síðar með Moggann og Fréttablaðið. Hrein snilld! Núna þarf bara að kenna honum á kaffivélina:).

Allt gott að frétta líka af stóru systur. Hún er alltaf jafn sniðug. Hún fór í 3 1/2 árs skoðun í gær og tók það í nösina!

Wednesday, September 02, 2009

Mamma, þetta er búið....

....sagði sonur minn við mig í dag þegar hann var búinn með kringluna sína:). Þetta er fyrsta alvöru setningin hans, hann hefur áður bara sagt tvö orð saman eins og "mamma meira" og svoleiðis. Hann benti líka á mynd af sjálfum sér og sagði "Ditti".

Einn gullmoli frá stóru stelpunni í lokin. Við grófum upp framgarðinn hjá okkur fyrr í sumar og konan sem býr við hliðina á okkur gerði það líka. Hún er búin að setja hellur hjá sér en við erum ekki búin að gera neitt hjá okkur enn. Inga virti þetta fyrir sér í gær og sagði við mig:

"Mamma, af hverju er ekki búin að vaxa stétt hjá okkur??"