Tveir montrassar

Friday, May 22, 2009

Mamma, ég gleymdi að láta sólarvörn á dýrin......

sagði Inga við mig í Húsdýragarðinum. Hún er svo umhyggjusöm þessi elska. Hún er líka örugglega ein af fáum sem hafði miklar áhyggjur af Kamillu litlu þegar Kasper, Jesper og Jónatan voru búnir að ræna Soffíu frænku.
Þegar pabbi var í heimsókn um daginn og við vorum eitthvað að ræða allt sem er að gerast á Íslandi, komst ég svo að orði að núna væri þetta nú bara þannig að enginn treystir neinum lengur. Þá segir daman: "En treystir þú ekki mér mamma?".

Litli bróðir bætir stanslaust í orðaforðann. Núna segir hann ekki, bíbí og komdu. Hann sagði líka við systur sína þegar hún kom fram einn morguninn "hæ Inga". Hann er farinn að príla upp í sófa þannig að hér er mikið fjör í vændum.

Annars vorum ég og börnin að koma úr sundi með Ásrúnu, Bergi og Ingveldi. Það var svaka fjör og verður vonandi margendurtekið í sumar:).

Friday, May 15, 2009

Tvær góðar af Ingu, Bergi og Ingveldi:)


Lífið er tóm gleði!:)

Duglegi Kristinn

Kristinn Tjörvi fór í aukaskoðun í gær því hann hafði ekki þyngst svo mikið frá 8-12 mánaða. Skýringin er sú að hann var stanslaust á pensilíni út af eyrunum og var lystarlítill og allt rann í gegn!

Núna er hann búinn að finna sína kúrfu aftur, og er rétt undir meðallagi bæði í lengd og þyngd. Hann er orðinn 10,4 kg og 77,5 cm.

Því má við bæta að hjúkrunarfræðingurinn nefndi að hann væri með góðan hreyfi- og málþroska, farinn að segja mikið miðað við aldur og miðað við að vera strákur (þeir eru víst seinni í þessu:)). Viðmiðunin er 6-10 orð 18 mánaða. Hann er nú þegar kominn með 10-15 orð og búinn að mynda fyrstu setninguna:). Hún sagði að hann væri einn af þeim sem verður gaman að fá í tveggja og hálfs árs skoðunina;).

Maður má nú alveg monta sig smá!:)

Wednesday, May 13, 2009

"Mamma meira"

Fyrsta tveggja orða setningin hjá Kristni kom í gær:). Þetta sagði hann þegar hann vildi ábót á hádegismatinn.
Hann er semsagt farinn að segja meira. Segir líka sjáðu og skór.

Monday, May 11, 2009

Systkinin í góðum gír:)




Thursday, May 07, 2009

Inga mín, sæt og fín:)

Hún er alltaf sami snillingurinn þetta barn. Ég sagði henni frá því um daginn að núna væri Kristinn hættur að fá brjóst hjá mér. Þá sagði hún:

"Fara brjóstin þín þá mamma??"

Sunday, May 03, 2009

Inga gullmoli

Inga sagði í morgun:
"Eftir 10 daga þá byrja ég í Fossvogsskóla og þá má ég skeina mér sjálf!"

- hún getur ekki beðið eftir að fá að framkvæma þá aðgerð sjálf, en ég veit ekki hvernig henni datt þetta í hug:)


Inga sagði líka um daginn:
"Bráðum fæ ég barn í magann og þá eigum við 2 börn saman mamma. Ég eitt og þú eitt"

- Kristinn er barnið mitt, Inga er stóra stelpan mín. Hún verður sármóðguð þegar það er sagt við hana að hún sé barn:)


Og að lokum. Inga biður alltaf um eitt óskalag í bílnum núna, "lítil mexíkanína".......við erum ekkert að leiðrétta það. Fær okkur alltaf til að brosa:).