Tveir montrassar

Thursday, April 30, 2009

Gullmoli

Kristinn var kámugur á höndunum og teygði sig í systur sína. Inga sagði þá:

"Ekki klína í mig Kristinn. Ég er ekki pappír".

Kristinn er orðinn svo mikill krakki eftir að hann byrjaði að labba og þau eru byrjuð að leika sér mikið saman systkinin. Þeim finnst skemmtilegast að vera úti í garði. Áðan voru þau að drullumalla og það var svaka sport. Þau fóru svo saman í bað eftir kvöldmatinn og busluðu og hlógu mikið:).

Það bætist við orðaforðann hjá Kristni á hverjum degi. Hann er farinn að sofa í sínu herbergi, svaka duglegur:).

Sunday, April 26, 2009

Fleiri orð

Gleymdi að segja frá því að litli maðurinn er farinn að segja Inga og bæbæ:). Ótrúlegt hvað hann er að taka mikið þroskastökk núna. Börn breytast líka svo mikið við að byrja að labba.

Wednesday, April 22, 2009

"Bráðum verður þú stór ...........

og getur hlaupið mikið eins og ég og þá færð þú tyggjó Kristinn!" -sagði Inga við bróður sinn í gær:)

Allt gott að frétta af okkur. Kristinn hleypur um allt og Ingu finnst rosalega gaman að leiða hann. Þau eru algjör krútt þegar leiðast út um allt:).

Það nýjasta hjá Kristni er að segja "oooóóóó". Hann verður flottur prakkari eins og stóra systir!

Wednesday, April 15, 2009

Rakel Sara í heimsókn


Mikið stuð hjá þeim í dag:)

Monday, April 13, 2009

Labbandi Kristinn

Jæja, þá er drengurinn farinn að æða út um allt á tveimur jafnfljótum! Hann er búinn að taka sér dágóðan tíma í að þróa göngulagið, alveg rúmur mánuður síðan hann tók fyrstu skrefin!

Kristinn veit ekkert skemmtilegra en að tala í símann. Hann talar eitthvað tungumál með smellum og látum-hljómar eins og afrískt tungumál. Hann er annars farinn að segja ýmislegt:mamma, pabbi, amma, afi, taka, takk, datt, hæ, rúlla. Hann myndi kaupa sér miklar vinsældir ef hann myndi segja Inga:).

Inga Bríet missir ekki af neinu. Ef við foreldrarnir erum að ræða eitthvað sem hún á ekkert endilega að heyra þá segir hún: "taliði hærra, ég heyri ekki!". Svo vill hún skýringar á öllu - er á "af hverju??"-skeiðinu.