Tveir montrassar

Sunday, September 28, 2008

Gullmolar Ingu Bríetar

Inga Bríet spurði mig hvort hún mætti fá eitt kex. Ég samþykkti það og hún hljóp inn í eldhús og kom tilbaka með tvö kex. Þá sagði ég við hana að hún hefði nú bara beðið um eitt kex og ég samþykkt það. Þá sagði daman: "En mamma, veistu hvað....mig langar í tvö"

Annað kexdæmi. Inga með kex og segir við bróðir sinn: "Þú mátt ekki fá. Þú ert smábarn"

Þegar Inga er á klósettinu þá segi ég oft við hana að ég heyri eitthvað.....þá annaðhvort í bununni eða blúps:). Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað ég á erfitt með að halda andliti ef hún kemur með mér á klósettið og hún horfir einlæg og áhugasöm beint í augun á mér og segir: "Kemur blúps mamma??"

Thursday, September 25, 2008

Ísþögnin




Einu skiptin sem er þögn þegar fjörugu frændsystkinin hittast er þegar þau fá ís:). Þarna má sjá Berg Kára, Ingu Bríeti, Kareni Emmu og Ingveldi Birnu sitja í tröppunum hjá ma og pa að borða ís. Á neðri myndinni má sjá að Inga var snögg með sinn en Karen er svo góð að leyfa Ingu þá bara að fá aðeins af sínum líka:)

Sunday, September 21, 2008

Sætust í heimi!



Systkinin á leið í 3 ára afmæli hjá Kareni Emmu:)

Monday, September 15, 2008

Inga í essinu sínu

Inga var að hlusta á barnalög inni í herberginu sínu. Þegar "Bjössi á mjólkurbílnum" byrjar þá kemur pabbi hennar inn í herbergið. Þá segir Inga við pabba sinn "Ert þú Bjössi kvennagull??"

Í gær fórum við niður í bæ um hádegisbilið og Bjössi hafði tilkynnt Ingu að við ætluðum að fá okkur eitthvað í gogginn þar, semsagt fara út að borða. Inga spyr mig svo í bílnum hvort við ætlum að borða úti en þá segi ég henni að við ætlum nú að vera inni, veðrið sé ekki það gott. Þá segir Inga við pabba sinn: "Pabbi við ætlum inn að borða, ekki út að borða"

Tuesday, September 09, 2008

What´s up??
Þetta er aðalmálið núna, dúkkur og bangsar sofandi út um allt hús og peysur notaðar sem teppi:)

Sniðugu systkinin

Kristinn Tjörvi er farinn að velta sér frá A-B og reynir þvílíkt að skríða, spyrnir fótunum og lyftir sér smá frá gólfi. Hann hreyfir líka hausinn svona fram og aftur og heldur að hann sé að komast áfram.
Hann er mjög duglegur að dunda sér á gólfinu og skoða dótið. Getur gleymt sér heillengi.
Hann er farinn að vera duglegri að borða og er farinn að fá 2-3 máltíðir á dag. Þar að auki er hann auðvitað á brjósti.

Inga Bríet er dugleg á Kvistaborg. Hún er alltaf jafn sniðug og orðheppin. Um daginn sagði hún við mig: "Ég á þessa stelpu" - og faðmaði mig. Svo tilkynnti hún mér að ég væri besta vinkona hennar og faðmaði mig aftur:).
Hún er hætt að sofa á daginn, hefur ekkert viljað sofna á nýja leikskólanum. Hún er oft dálítið búin á því seinnipartinn, en það gengur nú yfir. Í fyrsta sinn er hún allavega farin að sýna þreytumerki þegar komið er að háttatíma!:)

Tuesday, September 02, 2008

Flottur gaur





Sambærilega myndasyrpu af Ingu Bríeti á sama aldri má sjá hér:)

Svaka stuð að vera saman í vagninum

Gott að við keyptum systkinakerru!