Tveir montrassar

Sunday, August 31, 2008

Nokkrar í viðbót frá NY

Þessi tvö héldu uppi stuðinu á þessum veitingastað....
Allir sem löbbuðu fram hjá þessu borði héldu ekki andliti!
Inga Bríet í slökkviliðið?? Algjörlega priceless mynd af dömunni!

Monday, August 25, 2008

Duglega Inga

Inga Bríet er búin að vera í 4 daga í aðlögun á Kvistaborg. Þetta gengur ágætlega, hún var framyfir hádegismat í dag og þegar ég kom að ná í hana þá vildi hún bara fara að hvíla sig með krökkunum:). Hún spyr voða mikið um Stakkaborgar vini sína og starfsfólkið þar, en virðist vera rosa ánægð þarna líka. Konurnar sögðu að það væri eins og hún hefði alltaf verið þarna, hún lék sér við alla og var í svaka stuði:).

Inga Bríet er líka hætt með bleiu, sem er frábært. Fær að vísu enn bleiu yfir nóttina. Mikill munur að vera bara með eitt bleiubarn:)

Tuesday, August 19, 2008

Dugleg stóra systir!:)


Meira NY

Mæðgurnar til í slaginn!
Fjölskyldan í dýragarðinum í Central Park
Inga Bríet, Thomas Ari, Dröfn og Arnar. Inga vék varla frá Thomasi Ara alla vikuna!:)

NY

Feðgarnir flottir
Inga hress í Central Park

Sunday, August 17, 2008

Svör við öllu... - GULLMOLI

Inga Bríet á svar við öllu. Við vorum á veitingastað í NY og það voru smá læti í Ingu. Ég sagði við Ingu að haga sér vel því við værum úti að borða. Hún sagði þá "nei, við erum inni" - og setti svo upp púkaglottið!:) hehehe

Sumarfrí á enda

Jæja, þá er sumarfríið að verða búið og erum við búin að hafa það rosalega gott saman. Toppurinn var auðvitað ferðin okkar til NY sem heppnaðist frábærlega. Vorum þar hjá vinum okkar og gerðum margt skemmtilegt. Fórum mikið í Central Park; í dýragarð, tívolí, út að borða og nokkrum sinnum á risastóran leikvöll. Inga var auðvitað í essinu sínu og Kristinn var rosalega góður, þoldi hitann vel og var til skiptis í kerru og magapoka. Svo var auðvitað kíkt eitthvað í búðir og borðað góðan mat:). Frábær ferð í alla staði! Keyptum nýja myndavél þannig að það koma inn nýjar myndir loksins:).

Annars er Inga Bríet að byrja á nýja leikskólanum á miðvikudaginn og við erum byrjuð að undirbúa það með því að segja henni frá honum og ætlum með hana á leikvöllin þar í dag og næstu daga til að undirbúa hana. Ég er búin að segja henni að það verði nýjar konur að passa hana og fullt af nýjum krökkum að kynnast. En þá setur hún upp smá svip og sagði t.d. : "kannski kemur Þóra?" og þegar ég sagði að hún gerði það ekki þá hélt hún áfram "en Pippa..." og svo koll af kolli. Taldi upp allar konurnar á Stakkaborg:). Þetta á vonandi eftir að ganga vel, held að Inga sé allavega farin að hlakka til að geta hlaupið um í krakkahóp aftur eftir sumarfríið:).

Monday, August 04, 2008

Gullmoli

Inga var að busla í heita pottinum um helgina og það komu loftbólur í kjölfarið. Þá sagði Inga Bríet: "Þetta er sódavatn."