Tveir montrassar

Tuesday, June 24, 2008

Þetta er bara fyrir fullorðna fólkið.....

....segjum við oft við Ingu Bríeti, ef hún er að biðja um eitthvað sem við viljum ekki að hún sé að borða. Hún nær þessari setningu ekki alveg en segir þess í stað:

"Þetta er bara fyrir fulla fólkið"

- við ýmis tilefni, sem getur oft verið mjög spaugilegt!

Hún pikkar upp heilu setningarnar og frasana. Hún sagði til dæmis við mig um daginn þegar ég var búin að gera mig fína fyrir afmæli:

"Voðalega ertu fín elskan mín". og bætti svo reyndar við: "Áttu afmæli mamma??"

Pabbi hennar spurði hana hvað þau ættu að gefa mér í afmælisgjöf og Inga sagði án umhugsunar að þau ættu að gefa mér bíl og bætti svo við "og latabæjar tónlist" - heheh

Það er alltaf gaman að vera í kringum Ingu Bríeti, algjör gleðigjafi!!:)

Monday, June 23, 2008

Nokkrar góðar

Í stíl:)
Sætastur!
Stóra systir dáist að litla bróður:)
Aðalskvísan

Sunday, June 22, 2008

Systkinin í sumarskapi

Upprennandi fótboltastelpa?:)
Sæt og fín í garðinum heima:)

Thursday, June 12, 2008

Gullmoli

Inga Bríet var úti á palli og ég var inni í herberginu hennar að taka aðeins til. Hún fylgdist vel með mér í gegnum gluggann. Þegar ég svo opnaði gluggann til að lofta út þá teygði hún sig að glugganum og sagði:

"Ég ætla að fá einn hamborgara."

...............mömmunni var heldur betur skemmt! Það sem að kemur út úr þessu barni:).

Kristinn Tjörvi og litla frænka:)


Þessi mynd var tekin þegar hún var 3 daga gömul og hann 3 mánaða!:)

Tuesday, June 03, 2008

Inga Bríet rúsína

Inga Bríet bræddi mömmu sína algjörlega í morgun þegar hún faðmaði mig að sér og sagði:

"Ég elska mömmu mína."

Sunday, June 01, 2008

Lítil frænka fædd!

Þórir og Þórunn eignuðust litla yndislega stelpu í nótt og ég er búin að setja link á hana hérna á síðuna undir "litla frænka".

Sú stutta var 16 merkur og 52,5 cm við fæðingu og er svakalega sæt! Hún er hagsýn og tillitssöm frá fæðingu, þar sem hún lét móður sýna ganga með sig 12 daga framyfir svo að þau myndu njóta þess að fá borgað skv. nýju fæðingarorlofslögunum:).

Til lukku elsku bróðir og fjölskylda:)!