Thursday, May 29, 2008
Sunday, May 18, 2008
Gullmolar vikunnar
Inga blandar saman "að taka til" og "að brjóta saman" og segir: "að brjóta til".
Ég spurði Ingu einn morguninn hvort við ættum kannski að fá okkur morgunmat. Þá sagðist hún frekar vilja kvöldmat.
Inga vildi endilega að pabbi hennar myndi klæða Kristin í gamlar buxur af henni. Pabbi hennar sagði svo við hana að hann væri eins og hippi. Þá sagði Inga: "Nei, hann er með typpi". Það var erfitt annað en að hlæja!
Inga á kaffistell sem hún gefur okkur "þykjustunni" kaffi úr. Í gær bauð hún tómatssósu út í kaffið......
Ég spurði Ingu einn morguninn hvort við ættum kannski að fá okkur morgunmat. Þá sagðist hún frekar vilja kvöldmat.
Inga vildi endilega að pabbi hennar myndi klæða Kristin í gamlar buxur af henni. Pabbi hennar sagði svo við hana að hann væri eins og hippi. Þá sagði Inga: "Nei, hann er með typpi". Það var erfitt annað en að hlæja!
Inga á kaffistell sem hún gefur okkur "þykjustunni" kaffi úr. Í gær bauð hún tómatssósu út í kaffið......
Thursday, May 08, 2008
Wednesday, May 07, 2008
Nokkrir gullmolar Ingu
Afi hennar Ingu var að keyra hana um í kerrunni og þau gengu fram á mannhæðarháan plastís fyrir framan ísbúð. Þá sagði Inga við afa sinn:"Afi, þetta er alltof stór ís!".
Ég sagði við Ingu að ég þyrfti að gefa Kristni að drekka. Þá sagðist Inga geta gert það. Ég sagði við hana að hún væri ekki með mjólk í brjóstunum. Þá sagði Inga:"Víst, ég fékk mjólk í brjóstin í gær". Daginn áður hafði hún vippað upp bolnum sínum og skellt dúkkunni sinni á.
Inga benti á skó afa síns og spurði hvað þetta væri. Afi hennar sagði henni að þetta væru inniskór. Þá sagði Inga: "Varstu á leikskólanum??" (Inga notar bara inniskó á leikskólanum:)).
Inga fékk sér sopa af vatni og sagði:" Þetta er ekki sódavatn, þetta er venjulegt vatn".
Ég spurði Ingu hvort hún væri krúttið hennar mömmu. Hún svaraði því neitandi og sagðist vera krúttið hennar Silju!:)
Set inn myndir fljótlega, m.a. úr dýragarðinum í Köben. Þar var sko mikið fjör:)
Ég sagði við Ingu að ég þyrfti að gefa Kristni að drekka. Þá sagðist Inga geta gert það. Ég sagði við hana að hún væri ekki með mjólk í brjóstunum. Þá sagði Inga:"Víst, ég fékk mjólk í brjóstin í gær". Daginn áður hafði hún vippað upp bolnum sínum og skellt dúkkunni sinni á.
Inga benti á skó afa síns og spurði hvað þetta væri. Afi hennar sagði henni að þetta væru inniskór. Þá sagði Inga: "Varstu á leikskólanum??" (Inga notar bara inniskó á leikskólanum:)).
Inga fékk sér sopa af vatni og sagði:" Þetta er ekki sódavatn, þetta er venjulegt vatn".
Ég spurði Ingu hvort hún væri krúttið hennar mömmu. Hún svaraði því neitandi og sagðist vera krúttið hennar Silju!:)
Set inn myndir fljótlega, m.a. úr dýragarðinum í Köben. Þar var sko mikið fjör:)