Tveir montrassar

Thursday, May 29, 2008

Tvær góðar



Sunday, May 18, 2008

Litli sjarmörinn....


Svona er hann orðinn mannalegur hann Kristinn Tjörvi. Hann var orðinn 6720g í 2 mánaða skoðuninni og það verður spennandi að vita hvað hann verður orðinn 3 mánaða. Það er allavega alveg ljóst að mamman er að framleiða ágætlega fyrir piltinn:).

Þau eru svo sæt.....



Það ríkir gagnkvæm hrifning milli systkinanna:). Inga er enn sem fyrr alltaf að passa bróður sinn og kyssir hann og faðmar öllum stundum. Kristinn fylgist spenntur með systur sinni og brosir sínu breiðasta þegar hún er nálægt:).

Gullmolar vikunnar

Inga blandar saman "að taka til" og "að brjóta saman" og segir: "að brjóta til".

Ég spurði Ingu einn morguninn hvort við ættum kannski að fá okkur morgunmat. Þá sagðist hún frekar vilja kvöldmat.

Inga vildi endilega að pabbi hennar myndi klæða Kristin í gamlar buxur af henni. Pabbi hennar sagði svo við hana að hann væri eins og hippi. Þá sagði Inga: "Nei, hann er með typpi". Það var erfitt annað en að hlæja!

Inga á kaffistell sem hún gefur okkur "þykjustunni" kaffi úr. Í gær bauð hún tómatssósu út í kaffið......

Prakkara frænkur



Karen Emma kíkti í heimsókn til Ingu Bríetar seinustu helgi og það var fjör hjá þeim:).

Thursday, May 08, 2008

Inga deilir stólnum sínum



Á fyrri myndinni má sjá Ingu með Ingveldi frænku sinni og á seinni myndinni eru Inga og Hringur vinur hennar:).

Fleiri úr dýragarðinum



Birnirnir voru ekki búnar að átta sig á að það væri búið að opna dýragarðinn!

Myndir frá Köben





Efst má sjá Ingu prinsessu með kórónu í Tivoli. Þar á eftir eru systkinin nývöknuð að kúra. Seinustu þrjár myndirnar eru teknar í dýragarðinum.

Wednesday, May 07, 2008

Nokkrir gullmolar Ingu

Afi hennar Ingu var að keyra hana um í kerrunni og þau gengu fram á mannhæðarháan plastís fyrir framan ísbúð. Þá sagði Inga við afa sinn:"Afi, þetta er alltof stór ís!".

Ég sagði við Ingu að ég þyrfti að gefa Kristni að drekka. Þá sagðist Inga geta gert það. Ég sagði við hana að hún væri ekki með mjólk í brjóstunum. Þá sagði Inga:"Víst, ég fékk mjólk í brjóstin í gær". Daginn áður hafði hún vippað upp bolnum sínum og skellt dúkkunni sinni á.

Inga benti á skó afa síns og spurði hvað þetta væri. Afi hennar sagði henni að þetta væru inniskór. Þá sagði Inga: "Varstu á leikskólanum??" (Inga notar bara inniskó á leikskólanum:)).

Inga fékk sér sopa af vatni og sagði:" Þetta er ekki sódavatn, þetta er venjulegt vatn".

Ég spurði Ingu hvort hún væri krúttið hennar mömmu. Hún svaraði því neitandi og sagðist vera krúttið hennar Silju!:)

Set inn myndir fljótlega, m.a. úr dýragarðinum í Köben. Þar var sko mikið fjör:)