Tveir montrassar

Saturday, August 25, 2007

Mesta krúttið

Inga Bríet vildi borða morgunmatinn sinn með sólgleraugu í morgun:)
Inga er svo ánægð með fyrstu stígvélin sín að hún vill helst alltaf vera í þeim. Hún meira að segja klæðir sig í þau sjálf! Daginn eftir að við keyptum þau benti hún á þau um leið og við komum fram og bað mig um að hjálpa sér í þau. Því næst setti hún sjálf upp sólgleraugun. Hún er svo fyndin:)

Wednesday, August 22, 2007

1 1/2 árs skoðun

Jæja, nýjustu tölur hjá Ingu Bríeti. Hún er orðin 10,5 kg og 79,5 cm. Inga sló svo í gegn í mál-og hreyfiþroska:) Eina sem hún var ekki alveg að fíla var sprautan, en hún var fljót að jafna sig. Horfði bara reiðilega á lækninn fyrir að vera að meiða hana upp úr þurru!

Annars bara allt gott að frétta:)

Sunday, August 19, 2007

Hlekkir

Ég hreinsaði aðeins til í hlekkjunum(link-unum) hér til hliðar. Tók út fólk(börn fólks) sem við erum í litlu sambandi við. Kannski vitleysa í mér, ég fór allt í einu að hugsa hvort fólk vildi kannski ekkert hafa link á börnin sín úti um allt....

Allavega, ef einhver sem ég tók út vill vera með link héðan þá má endilega láta mig vita:)

Friday, August 17, 2007

Montrass númer 2 væntanlegur......

..............í lok febrúar 2008:)