Mesta krúttið
Inga Bríet vildi borða morgunmatinn sinn með sólgleraugu í morgun:)
Inga er svo ánægð með fyrstu stígvélin sín að hún vill helst alltaf vera í þeim. Hún meira að segja klæðir sig í þau sjálf! Daginn eftir að við keyptum þau benti hún á þau um leið og við komum fram og bað mig um að hjálpa sér í þau. Því næst setti hún sjálf upp sólgleraugun. Hún er svo fyndin:)
