Tveir montrassar

Wednesday, April 18, 2007

GLEÐILEGT SUMAR!


Monday, April 16, 2007

Krúttleg mynd


Ég náði þessari af Ingu Bríeti á páskadag:)

Litla frænka í heimsókn



Ingveldur Birna litla sæta frænka hennar Ingu Bríetar (systurdóttir mín) kom í fyrsta skipti í heimsókn til hennar í seinustu viku. Eins og sjá má þá tók Inga Bríet vel á móti henni!

Sunday, April 15, 2007

Inga lasin :(

Inga er búin að vera lasin alla helgina. Ég mældi hana í hádeginu á föstudaginn og þá var hún með tæplega 39°C og er hæst búin að vera með 39.9°C. Hún er búin að sofa illa greyið, vill bara kúra í mömmu og pabba rúmi, en er annars frekar hress bara. Leiðinlegast er að hún missti af skírninni hjá Ingveldi Birnu í gær. Við foreldrarnir fórum í skírnina sem var fjölmenn og mjög vel heppnuð, en Sjöfn var svo góð að koma og vera hjá Ingu á meðan. Það var svo planið að ná í skottið á annarri skírnarveislu seinna um daginn, eða hjá Arnari og Dröfn, en það tókst nú ekki þar sem daman er lasin. Ég kann nú varla við að setja nafnið á syni þeirra hérna, leyfa þeim að sjá um það! En nafnið hans er rosalega fallegt:)

Núna verða allir forvitnir.....


Wednesday, April 11, 2007

Mamman er montrass!

Inga er mikill orkubolti og er alltaf á fleygiferð, er sjaldan kyrr og varla í meira en nokkrar mínútur í senn. Áðan tókst henni að príla upp í sófa og sat þar hæstánægð með fjarstýringuna!

Inga hefur gaman að bókum, kemur labbandi til manns með bók og segir "bók bók" og vill þá að maður lesi fyrir sig. Hún bendir líka á bækur og segir þá "bókin". Svo klár!

Hún heldur áfram að vera dugleg að bæta við orðum og er orðaforðinn orðinn ansi góður. Í þessum töluðu orðum er pabbi hennar að bursta í henni tennurnar og þá segir Inga "butta butta (bursta bursta)".

Ætli ég hætti ekki að monta mig í bili. Spurning hvor er meiri montrass, Inga eða mamma hennar!

Monday, April 02, 2007

Félagsveran Inga!

Inga Bríet skemmti sér stórvel um helgina, fór í 2 afmæli og skírn og þar var allsstaðar nóg af börnum. Inga var alveg í essinu sínu, engin feimni hjá minni!!

Uppáhaldið hjá Ingu þessa dagana eru rúsínur. Hún veit hvar dollan á heimilinu er geymd, og svo eru líka ömmur hennar og afar alveg til í að gefa henni nokkrar þegar hún er í heimsókn hjá þeim. Núna vill hún borða allt sjálf, maður fær stundum að gefa henni nokkrar skeiðar af einhverju og svo búið. Eitt trix sem er að svínvirka, það er að gefa henni jógúrt með röri, það finnst henni svaka sport!