Tveir montrassar

Monday, March 26, 2007

Nýtt orð á hverjum degi!

Inga heldur áfram að bæta í orðaforðann hjá sér. Það nýjasta er:

drekka
bíll
sitja (segir dita)

Hún gerði líka tilraun til að segja nafnið sitt í gær. Sagði "ingabit":)

Að lokum er gaman að segja frá því að Inga er komin með tönn nr. 2 í neðri góm og þá alls 6 tennur:)

Inga sæta




Lét Ingu módelast aðeins áðan. Hún er orðin erfiðara módel þar sem hún er ekki mikið fyrir að vera kyrr- hehe! En ég náði nokkrum góðum:)

Tuesday, March 20, 2007

Blóðnasir og hlaupandi Inga!

Inga Bríet vaknaði í morgun og settist upp í rúminu sínu. Pabbi hennar var vaknaður og sá hana sitja með bakið í okkur. Hún snéri sér fljótlega við og kom þá í ljós að daman var blóðug í framan og á höndunum:( Hún fékk semsagt sínar fyrstu blóðnasir í morgun.

Annað sem gerðist í fyrsta skipti í dag. Ég sagði frá því fyrir stuttu að Inga Bríet væri orðin mjög örugg í að labba. Hún er orðin það örugg að hún ákvað að gefa aðeins í áðan og hálfpartinn hljóp. Það fannst henni ekkert smá gaman!

Semsagt, stanslaust stuð í Flókagötu!:)

Monday, March 19, 2007

2 góðar

Inga Bríet kíkir í spegil áður en að gestirnir mættu í afmælið hennar:)
"Hvað segiði stelpur, eitthvað slúður? " ( Silja María, Emilía Anna og Inga Bríet í afmælinu)

Mér finnst þessi mynd æðisleg!- er það bara ég?

Saturday, March 17, 2007

Inga Bríet - langflottust!

Inga Bríet þroskast dag frá degi og er alltaf að gera eitthvað nýtt. Hún er orðin mjög örugg í að labba og auðvitað voða montin með það:) Hún talar út í eitt og alltaf bætast við ný orð hjá henni. T.d. (þar sem að ég man í augnablikinu)
hoppa
bolti
bók
hérna
sjáðu
þetta
loka
drekka

Hún heldur áfram að vera mjög skýrmælt. Segir t.d. bók með mjög sterku og ákveðnu k-i.

Svo fara að detta inn nýjar myndir......

Sunday, March 04, 2007

Lítil frænka komin í heiminn:)

Ég eignaðist yndislega systurdóttur rétt eftir miðnætti í gær. Mæðgunum heilsast vel:)

Til hamingju elsku Ásrún, Bjössi og Bergur Kári!