Tveir montrassar

Monday, February 26, 2007

FYRSTU SKREFIN!!!

Inga stóð upp á miðju gólfi í gær í fyrsta sinn. Endurtók svo leikinn nokkrum sinnum í dag og tók svo fyrstu skrefin í kvöld!:)
Byrjaði semsagt að labba 1 árs og vikugömul:)

Við héldum afmæli fyrir Ingu um helgina bæði fyrir fjölskylduna og litlu vini hennar Ingu (+ foreldra:)). Frumraunin tókst bara vel hjá okkur og Inga stórgræddi á þessu öllu saman:)

Meira síðar....

Monday, February 19, 2007

Inga Bríet orðin eins árs!


Jæja, þá er fyrsti afmælisdagurinn runninn upp! Litla músin orðin eins árs áður en maður veit af.... Á myndunum má sjá dömuna opna pakkann frá okkur í morgun. Virtist bara þokkalega ánægð með innihaldið!

Af Ingu er allt gott, komin með eina tönn í viðbót, þá fyrstu í neðri góm. Hún skaust í gegn 13. febrúar. Hún er alltaf að sleppa sér meira og meira og þýtur meðfram öllu og ýtir öllu á undan sér. Þegar hún stendur ein úti á miðju gólfi þá fattar hún hinsvegar ekki að taka skref. En það er ekki langt í það hjá henni.

Jæja, ætla að sinna afmæliusbarninu!

Friday, February 09, 2007

Alveg að verða eins árs

Já, eftir 10 daga verður daman eins árs! Af Ingu er allt gott að frétta. Seinasta þriðjudag kláraði Inga sundnámskeið nr. 4 með stæl:) Núna er það bara í okkar höndum að halda kunnáttunni við og vera dugleg að fara með hana í sund. Treystum á að Kristín, Kjartan og Silja María verði dugleg að draga okkur í sund!

Annars er Inga alltaf jafn mikill orkubolti og er á fleygiferð alla daga. Hún er alltaf brosandi og heillar alla í kringum sig. Það er rosalega gaman að fylgjast með henni, hún er svo fyndin:) Um daginn var eldri maður fyrir aftan okkur á kassa sem byrjaði að spjalla við Ingu. Hann sagði við mig eftir smá stund: "Hún er greinilega mikil félagsvera". Þegar við mæðgur vorum búnar að borga og setja í poka, þá sagði Inga "bæææ" og vinkaði manninum. Þið getið ímyndað ykkur hvað maðurinn var hrifinn:) hehe....

Á myndinni að ofan má sjá Ingu Bríeti með Emblu Eik vinkonu sinni. Er hún ekki smá lík mömmu sinni þarna??