Tveir montrassar

Monday, July 24, 2006

Inga Holtungi



Inga Bríet fór á sitt fyrsta ættarmót um helgina, Holtungamót á Steinsstöðum í Skagafirði. Þar hittust afkomendur Ingiríðar og Kristjáns frá Holti í Þistilfirði, sem voru foreldrar Herborgar langömmu Ingu Bríetar. Mótið var skemmtilegt og verðrið var frábært. Um daginn var farið í leiki og um kvöldið var sameiginlegur matur eldaður af Kvenfélaginu á staðnum (standard ættarmótsmatur-læri og tilheyrandi) og kvöldvaka uppfull af skemmtiatriðum. Holtskórinn tróð upp og svo var dansað við harmonikkuleik. Það var víst stuð á tjaldstæðinu fram á nótt en við erum komin í hóp barnafólksins og drógum okkur í hlé fyrr en við höfum gert hingað til!

Inga var yngsti Holtunginn í þetta skiptið en það var nóg af litlum börnum á mótinu. Og einhver á leiðinni líka......

Á myndunum má sjá feðginin vel merkt þegar við erum nýkomin á mótið. Á spjöldunum standa semsagt nöfnin þeirra og að þau tilheyri Herborgar-leggnum og svo er mynd af Herborgu langömmu Ingu Bríetar líka til gamans.

Friday, July 21, 2006

Inga hressa........

"Hvað segiði, allir hressir???"

Inga Bríet unir sér alltaf vel í stólnum sínum eins og sést á þessari mynd.

Wednesday, July 19, 2006

Inga Bríet 5 mánaða


Vá hvað það tekur á að vera orðin 5 mánaða.......:)

Monday, July 17, 2006


Okkur mæðgunum finnst að fólk eigi að vera duglegra að "comment-a"!:)

Sunday, July 16, 2006

Þrjár sætar af Ingu Bríeti



Þessar myndir voru teknar í dag áður en við fórum í afmæli. Takið eftir því að Inga Bríet er með hring á fingri!:), sést vel á miðju myndinni.

Wednesday, July 12, 2006

Inga Bríet stækkar og stækkar.........

Við fórum með litlu dömuna í 5 mánaða skoðun í morgun, viku á undan áætlun. Daman var vigtuð, mæld og sprautuð. Hún er orðin 7100g og 64 cm. Hjúkrunarfræðingurinn var mjög ánægð með hana að vanda, sagði að hún væri dugleg og hraust stelpa:)

Friday, July 07, 2006

Er ekki spáð sól um helgina???

Inga er allavega klár í slaginn!!:)