Tveir montrassar

Wednesday, January 20, 2010

"mamma, ég er búin að breyta reglunum......"

Inga er mikið fyrir að breyta reglunum þessa dagana. T.d. lagði hún til að þegar maður jánkar einhverju (höfuðhreyfing) þá þýðir það nei og þegar maður hristir hausinn þá er það jákvætt svar.

Eins fannst henni stórsniðugt að senda frekar þæga krakka í skammarkrókinn, en leyfa þeim óþægu að ganga frjálsum:).

Ef Inga gerir eitthvað af sér og ég er að lesa henni pistilinn þá segir hún oft: "en mamma, ég var bara að grínast...."

Maður kemur aldrei að tómum kofanum hjá Ingu Bríeti.

Tuesday, January 05, 2010

Ný orð og setningamyndun á hverjum degi.




Kristinn er orðinn rosalega duglegur að tala. Þegar pabbi hans bauð honum Cherioos í morgun þá sagði sá stutti: Nei, kodda. Hann er með skoðanir á flestu og er mjög var um eignaréttinn sinn. Hann sagði líka : Inga lúlla í lúminu(rúminu). Ég spurði hann áðan hvort ég ætti að halda á honum þá sagði hann: Nei, leiða mig. Maður sér líka á honum hvað hann er ánægður með að við skiljum hvað hann vill:)

Inga er alltaf jafn skemmtileg og naut jólanna í botn, veislukonan sjálf. Hún veltir öllu fyrir sér og spurði mig í gær hvað væri eiginlega undir stéttinni:)