Tveir montrassar

Monday, March 31, 2008

Inga á launaskrá?

Langt síðan ég hef sett inn gullmola frá Ingu Bríeti. Hún er alltaf jafn sniðug!

Ég var að ná í hana í leikskólann um daginn og við vorum að keyra heim. Sólin fór eitthvað í augun á Ingu og hún kallaði ákveðið: "Hættu sól!!!!"

Ég var að lesa fyrir hana fyrir svefninn í gær. Þegar við vorum búnar með hálfa bók þá lokaði Inga bókinni og sagði:"Mamma, þetta ekki skemmtilegt, Inga ná í aðra bók".

Þegar ég næ í Ingu í leikskólann þá fæ ég iðulega að heyra sögur af henni frá kennurunum:). Í dag háttaði hún minnstu stelpuna á deildinni fyrir svefninn! - sú sama og hún mataði um daginn. Leikskólakennarinn sagði hún þyrfti að fara að setja Ingu á launaskrá!

Smá syrpa





Sá stutti er farinn að brosa og er búinn að koma sér upp almennilegum kinnum:)!

Thursday, March 27, 2008

4 vikna í dag.........

............og orðinn 5050g. Það þýðir að hann hefur þyngst um 1275g frá fæðingu:). Ótrúlegt.

Reyni að setja inn myndir fljótlega:)

Tuesday, March 25, 2008

Spekingslegur!


Flott mynd sem ég fékk líka hjá Pétri.......:)

Flott mynd af Ingu


Pétur tók þessa flottu mynd af Ingu um páskana:)

Sunday, March 16, 2008



Sætu systkinin




Tuesday, March 11, 2008

Fljótur að stækka!




Sumir eru búnir að þyngjast um hálft kíló á 6 dögum! Sá stutti er semsagt orðinn 4,3 kg:)
Takk fyrir allar hamingjuóskirnar!

Tuesday, March 04, 2008

Heppinn að eiga góða systur:)

Ingveldur frænka er eins árs í dag. Til hamingju!:)

Monday, March 03, 2008

Sætastur!


Stóra systir á leið í afmæli til Ingveldar



Til að toppa outfittið þá smellti Inga sjálf á sig sólgleraugum:). Stóra systir stendur sig eins og hetja og er rosa góð við litla bróður;vill alltaf vera að skoða hann, koma við hann, kyssa hann o.s.frv. Hún segir líka að við þurfum að fara í búðina og kaupa handa honum snuð! Inga er með þetta allt á hreinu!:)
Set svo inn nýjar myndir af litla bróður fljótlega:)