Tveir montrassar

Friday, November 30, 2007

"Ekki núna"

Svona svarar Inga Bríet flestum spurningum þessa dagana:)

Annars á Inga Bríet að mæta með svuntu og kökukefli á mánudaginn í leikskólann því þau eiga að baka piparkökur. Á þriðjudaginn munu þau svo skreyta kökurnar. Á fimmtudaginn er svo jólaball leikskólans (börn, foreldrar og starfsfólk) og verður það eflaust mikið fjör. Í vikunni þar á eftir verður jólaföndur seinnipart dags þar sem foreldrarnir taka þátt.
Nóg að gera í jólaundirbúningnum á leikskólanum:)

Monday, November 26, 2007

6 mánaða bumba + laufabrauðsskurður

Létum loksins verða að því að taka bumbumyndir
Mamman og Inga stuðbolti
Inga fær sína fyrstu kennslustund í laufabrauðsskurði. Eins og sést á myndinni þá notum við bara vasahnífa í minni fjölskyldu, allt gert fríhendis:)

Loksins myndir - teknar okt - nóv 2007

Sæta sæta Inga
Þetta var voða vinsælt á tímabili!
Inga Bríet í villtri sveiflu ásamt Magna Val og Kristinu Ósk
Inga öflug á Þingvöllum
Sætu feðginin

Sunday, November 25, 2007

Gullmolar alla daga.....

Inga Bríet var komin upp í til okkar í gærmorgun og var æstari í að fara á fætur en foreldrarnir. Hún klifraði yfir pabba sinn og fór fram. Stuttu seinna kom hún aftur inn til okkar, labbaði að rúminu mín megin og sagði: "Mamma koma fram, fara í fötin".

Þegar við vorum svo á leið út seinna um daginn þá hélt pabbi hennar á henni og sagði við hana að hann þyrfti að henda tveimur pokum í ruslatunnuna í leiðinni. Þegar pabbi hennar var búinn að því þá sagði Inga: "Duglegur!".

Tuesday, November 20, 2007

"Takk fyrir okkur".....

sagði Inga Bríet þegar við Inga vorum að fara frá Ásrúnu í gær.

Sunday, November 18, 2007

Gullmolar

Þegar við vorum í Blómavali í dag þá var Inga að skoða fiskana. Eftir smá stund bankaði hún létt með fingurgómunum á fiskabúrið og sagði: "kitla fiskana".

Inga Bríet ropaði þegar hún var að drekka mjólk fyrir svefninn áðan. Hún var ekki lengi að segja: "afsakið".

Friday, November 16, 2007

Hápunktur vikunnar...........

...........stimpill:)

Þið getið ímyndað ykkur hvað hún var montin!

Sunday, November 11, 2007

Sætar frænkur:)

Karen Emma og Inga Bríet í góðum fíling!

Monday, November 05, 2007

Sniðuga Inga

Inga Bríet vildi rúsínur þegar hún kom heim af leikskólanum í dag. Ég gaf henni nokkrar en bauð henni svo Cherioos þegar hún bað um fleiri.

Ég: Viltu cherioos?
Inga: Já, með AB mjólk

Hún veit hvað hún vill.

Inga Bríet er alltaf að tala um stimpilinn sem hún fékk fyrir nokkrum vikum síðan á leikskólanum. Bendir enn á hendina á sér og segir: Stimpill, pissa í klósettið. Þegar við fjölskyldan vorum á heimleið á föstudaginn þá byrjaði Inga að rembast aftur í. Samtímis segir hún: Inga kúka, fá stimpil!

Hún er aðeins að misskilja stimplakerfið:)

Sunday, November 04, 2007

Karíus og Baktus

Bergur Kári og Inga Bríet að leika Karíus og Baktus að sögn Bergs:) Snilld!