Tuesday, June 26, 2007
Monday, June 25, 2007
Inga orðin krakki:)
Það er svo gaman að fylgjast með Ingu þessa dagana. Hún er alltaf að setja saman orð og reyna að mynda setningar.
Núna þegar við vorum að koma inn úr göngutúr sagði hún: Labba úti krakkarnir úti. Hún var greinilega ekki til í að fara inn, enda erum við á leið út aftur, bara smá nart og ný bleyja svo ætlum við út á leikvöll.
Það var líka mjög fyndið um daginn. Ég var með hana á Klambratúni, á leikvellinum þar. Þar var lítill strákur sem Inga fór strax að leika við. Hún sat með honum á mölinni og þuldi upp fullt af hlutum, benti á skónna hans og sagði: skórnir o.s.frv. Svo leit hún upp og á mig og benti og sagði mamma. Krútt! Svo leiddust þau um leikvöllin, voða vinir eftir 5 mínútur....hehehe...
Það er alveg kominn tími á nýja mynd. Kemur fljótlega. Inga fékk að fljóta með mér í klippingu áðan. Hún er komin með stuttan topp, sumarleg og sæt!:)
Núna þegar við vorum að koma inn úr göngutúr sagði hún: Labba úti krakkarnir úti. Hún var greinilega ekki til í að fara inn, enda erum við á leið út aftur, bara smá nart og ný bleyja svo ætlum við út á leikvöll.
Það var líka mjög fyndið um daginn. Ég var með hana á Klambratúni, á leikvellinum þar. Þar var lítill strákur sem Inga fór strax að leika við. Hún sat með honum á mölinni og þuldi upp fullt af hlutum, benti á skónna hans og sagði: skórnir o.s.frv. Svo leit hún upp og á mig og benti og sagði mamma. Krútt! Svo leiddust þau um leikvöllin, voða vinir eftir 5 mínútur....hehehe...
Það er alveg kominn tími á nýja mynd. Kemur fljótlega. Inga fékk að fljóta með mér í klippingu áðan. Hún er komin með stuttan topp, sumarleg og sæt!:)
Monday, June 18, 2007
Örfréttir af Ingu....
Inga Bríet náði sér í leiðinlegan vírus í seinustu viku og var með háan hita í nokkra daga. Hún var mjög ólík sjálfri sér, spjallaði lítið og var orkulítil. Um leið og Inga var farin að hlaupa um og opna skúffur og skápa vissi ég að hún var búin að ná sér!:)
Við fórum eins og flestir í bæinn í gær og var æðislegt að labba um í góða veðrinu. Inga naut þess að fylgjast með öllu fólkinu og látunum, og dillaði sér í takt við tónlistina inn á milli. Hún myndi sennilega vilja hafa 17. júní á hverjum degi! Við borðuðum hádegisverð með fjölskyldu Bjössa og fórum svo í fjölskylduboð hjá minni fjölskyldu seinnipartinn.
Inga sefur núna og er ég að spá í að fara með hana í heimsókn til Karenar frænku þegar hún vaknar. Þær hafa lítið hist upp á síðkastið þar sem að Karen og co fóru hringinn í kringum landið. Það verður örugglega stuð hjá frænkunum að hittast aðeins í góða veðrinu:)
Við fórum eins og flestir í bæinn í gær og var æðislegt að labba um í góða veðrinu. Inga naut þess að fylgjast með öllu fólkinu og látunum, og dillaði sér í takt við tónlistina inn á milli. Hún myndi sennilega vilja hafa 17. júní á hverjum degi! Við borðuðum hádegisverð með fjölskyldu Bjössa og fórum svo í fjölskylduboð hjá minni fjölskyldu seinnipartinn.
Inga sefur núna og er ég að spá í að fara með hana í heimsókn til Karenar frænku þegar hún vaknar. Þær hafa lítið hist upp á síðkastið þar sem að Karen og co fóru hringinn í kringum landið. Það verður örugglega stuð hjá frænkunum að hittast aðeins í góða veðrinu:)
Monday, June 04, 2007
Duglega Inga!
Allt gott að frétta af okkur. Inga Bríet þroskast með hverjum deginum og er alltaf sami stuðboltinn. Henni finnst ekkert skemmtilegra en að dansa! Segir "dansa dansa" og þá á að kveikja á útvarpinu eða sjónvarpinu til að fá smá músík! Uppáhaldslögin hennar eru "Ég á lítinn skrítinn skugga" og "Ég og heilinn minn":) , að ógleymdu Kastljósstefinu! Þegar þessi lög eru spiluð þá er sko dansað með stæl!
Hún eykur alltaf við orðaforðann sinn. Varla að maður muni lengur öll orðin sem hún kann;). Hún setur líka saman tvö og tvö orð en hefur ekki endurtekið leikinn með 4 orða setningu:) Hún kallaði skó alltaf sokka en núna segir hún skór. Þannig að t.d. orðaforðinn yfir föt er: Peysa, húfa, sokkar og skór (segir líka bleyja).
Inga Bríet passar vel upp á tennurnar sínar og vill helst bursta oft á dag. Þá segir hún "bursta".
Einu orðin sem hún segir ekki rétt eru kex kallar það "disti" og loka þá segir hún "úka" (notar það reyndar líka þegar hún meinar opna).
Ég hendi inn nokkrum myndum fljótlega:)
Hún eykur alltaf við orðaforðann sinn. Varla að maður muni lengur öll orðin sem hún kann;). Hún setur líka saman tvö og tvö orð en hefur ekki endurtekið leikinn með 4 orða setningu:) Hún kallaði skó alltaf sokka en núna segir hún skór. Þannig að t.d. orðaforðinn yfir föt er: Peysa, húfa, sokkar og skór (segir líka bleyja).
Inga Bríet passar vel upp á tennurnar sínar og vill helst bursta oft á dag. Þá segir hún "bursta".
Einu orðin sem hún segir ekki rétt eru kex kallar það "disti" og loka þá segir hún "úka" (notar það reyndar líka þegar hún meinar opna).
Ég hendi inn nokkrum myndum fljótlega:)