Tveir montrassar

Wednesday, November 29, 2006

Brosmilda Inga!


Það er svo gaman að vera til!

Friday, November 24, 2006

Nýjasta nýtt......

Inga Bríet stóð upp í gær:) Hún var að sjálfsögðu hrikalega montin með sig!

Thursday, November 23, 2006

Inga Bríet - fyrrverandi smábarn!

Uppáhaldsmatur Ingu Bríetar er án vafa brauð með kæfu, eða öllu heldur kæfa með brauði! Hún kjamsar þetta með bestu lyst og myndi líklega vilja fá þetta í öll mál.

Inga Bríet er alltaf að læra eitthvað nýtt. Hún er byrjuð að vinka þegar maður vinkar henni og segir bless. Ef maður segir: "Inga klappa", þá klappar hún og hún er auðvitað líka alltaf til í að sýna hvað hún er stór:). Þegar maður segir :"Inga hvar er dótið?" , þá leitar hún eftir því. Hún sest upp sjálf og er farin að gera tilraunir til að standa upp.

Hún er ekkert smábarn lengur!

Sunday, November 19, 2006

Inga sæta


9 mánaða skvísa!

Jæja, þá er daman orðin 9 mánaða og maður er alltaf jafn hissa á því hvað tíminn líður. Þessa dagana er hún á fleygiferð út um allt og það vinsælasta er að láta hluti detta og segja "datt". Hún segir það líka ótrúlega skýrt, alveg 2 t :). Hún segir líka dót. Svo klár!

Inga Bríet er ekki komin með neinar tennur ennþá. Mér finnst það nú bara ágætt þar sem að ég er ennþá með hana á brjósti :).

Hún er ótrúlegur orkubolti og ótrúlega sterk. Best að passa upp á hárið á sér og að klippa neglurnar á henni reglulega, annars getur maður lent illa í því!:) hehe.... Ég er allavega með einn skallablett eftir hana eftir að henni tókst að rífa með rótum góðan lokk um daginn. Hann er vonandi á lítið áberandi stað.

Annars er hún alltaf hress og kát, síbrosandi og skemmtileg. Sætust í heimi!

Já og Sjöfn, ég skal taka myndir á eftir og setja inn:)

Monday, November 13, 2006

Lítill prins fæddur- 11.11. 2006

Innilega til lukku Tinna, Arnar og Embla Eik með flotta strákinn ykkar:)!!

Ef einhvern langar að sjá litla gullmolann þá eru myndir á síðu stóru systur hans, Emblu Eikar - linkur hér til hliðar......

Inga í kafi

Ég stal þessari mynd af síðunni hennar Silju Maríu en þau eiga myndavél sem er vatnsheld og má fara í kaf:) Þarna má sjá Ingu í fuld sving að kafa:)

Thursday, November 02, 2006

Sundgarpar


Þessar tvær eru að byrja á námskeiði 3 í sundi þessa dagana. Ótrúlega flottar! Kunna að halda í bakkann, "hoppa" sjálfar út í og kafa, eru lausar í kafi(þ.e. þeim er sleppt) og fleira! Fyrir þá sem ekki vita þá er þetta Silja María með Ingu Bríeti á myndinni.

Myndir frá London

Gleraugun mín eru ótrúlega spennnandi!!! Sjáiði hvað hún er ánægð að ná í þau:)
Inga í lestinni frá Heathrow
Inga ansi þreytt í afmæli langömmu sinnar.
Feðginin á röltinu í London