Wednesday, November 29, 2006
Friday, November 24, 2006
Thursday, November 23, 2006
Inga Bríet - fyrrverandi smábarn!
Uppáhaldsmatur Ingu Bríetar er án vafa brauð með kæfu, eða öllu heldur kæfa með brauði! Hún kjamsar þetta með bestu lyst og myndi líklega vilja fá þetta í öll mál.
Inga Bríet er alltaf að læra eitthvað nýtt. Hún er byrjuð að vinka þegar maður vinkar henni og segir bless. Ef maður segir: "Inga klappa", þá klappar hún og hún er auðvitað líka alltaf til í að sýna hvað hún er stór:). Þegar maður segir :"Inga hvar er dótið?" , þá leitar hún eftir því. Hún sest upp sjálf og er farin að gera tilraunir til að standa upp.
Hún er ekkert smábarn lengur!
Inga Bríet er alltaf að læra eitthvað nýtt. Hún er byrjuð að vinka þegar maður vinkar henni og segir bless. Ef maður segir: "Inga klappa", þá klappar hún og hún er auðvitað líka alltaf til í að sýna hvað hún er stór:). Þegar maður segir :"Inga hvar er dótið?" , þá leitar hún eftir því. Hún sest upp sjálf og er farin að gera tilraunir til að standa upp.
Hún er ekkert smábarn lengur!
Sunday, November 19, 2006
9 mánaða skvísa!
Jæja, þá er daman orðin 9 mánaða og maður er alltaf jafn hissa á því hvað tíminn líður. Þessa dagana er hún á fleygiferð út um allt og það vinsælasta er að láta hluti detta og segja "datt". Hún segir það líka ótrúlega skýrt, alveg 2 t :). Hún segir líka dót. Svo klár!
Inga Bríet er ekki komin með neinar tennur ennþá. Mér finnst það nú bara ágætt þar sem að ég er ennþá með hana á brjósti :).
Hún er ótrúlegur orkubolti og ótrúlega sterk. Best að passa upp á hárið á sér og að klippa neglurnar á henni reglulega, annars getur maður lent illa í því!:) hehe.... Ég er allavega með einn skallablett eftir hana eftir að henni tókst að rífa með rótum góðan lokk um daginn. Hann er vonandi á lítið áberandi stað.
Annars er hún alltaf hress og kát, síbrosandi og skemmtileg. Sætust í heimi!
Já og Sjöfn, ég skal taka myndir á eftir og setja inn:)
Inga Bríet er ekki komin með neinar tennur ennþá. Mér finnst það nú bara ágætt þar sem að ég er ennþá með hana á brjósti :).
Hún er ótrúlegur orkubolti og ótrúlega sterk. Best að passa upp á hárið á sér og að klippa neglurnar á henni reglulega, annars getur maður lent illa í því!:) hehe.... Ég er allavega með einn skallablett eftir hana eftir að henni tókst að rífa með rótum góðan lokk um daginn. Hann er vonandi á lítið áberandi stað.
Annars er hún alltaf hress og kát, síbrosandi og skemmtileg. Sætust í heimi!
Já og Sjöfn, ég skal taka myndir á eftir og setja inn:)
Monday, November 13, 2006
Lítill prins fæddur- 11.11. 2006
Innilega til lukku Tinna, Arnar og Embla Eik með flotta strákinn ykkar:)!!
Ef einhvern langar að sjá litla gullmolann þá eru myndir á síðu stóru systur hans, Emblu Eikar - linkur hér til hliðar......
Ef einhvern langar að sjá litla gullmolann þá eru myndir á síðu stóru systur hans, Emblu Eikar - linkur hér til hliðar......
Thursday, November 02, 2006
Sundgarpar

Þessar tvær eru að byrja á námskeiði 3 í sundi þessa dagana. Ótrúlega flottar! Kunna að halda í bakkann, "hoppa" sjálfar út í og kafa, eru lausar í kafi(þ.e. þeim er sleppt) og fleira! Fyrir þá sem ekki vita þá er þetta Silja María með Ingu Bríeti á myndinni.