Tveir montrassar

Monday, October 30, 2006

Inga Bríet byrjar á námskeiði 3 í sundi á morgun, er farin að taka krakkalýsi, borða brauð með kæfu og er farin að mjaka sér áfram á gólfinu. Hún gerir þó enn mikið að því að velta sér á milli staða, þar sem það er miklu fljótlegri aðferð sem hún er búin að þróa í þónokkurn tíma:).

Semsagt allt að gerast á Flókagötunni!

Thursday, October 26, 2006

Inga Bríet orðin 8 mánaða!

Jæja, ekki mikið búið að vera að gerast á þessari síðu undanfarið. Pabbi Ingu tók fæðingarorlof í 2 vikur í október og það var frábært að geta verið þrjú saman í hversdagsleikanum. Við skruppum til London í eina viku þar sem Sjöfn föðursystir Ingu býr og er í námi. Tilefnið var afmæli Guðrúnar langömmu Ingu Bríetar sem ákveðið var að halda upp á í London þar sem að 3 af 6 barnabörnum hennar eru búsett þar. Við ákváðum að lengja ferðina um nokkra daga þar sem pabbinn var í fríi og því tilvalið að slappa af í betra veðri! Það var rosa gaman hjá okkur, löbbuðum mikið, kíktum í búðir, sáum Little Britain Live og borðuðum góðan mat. Inga Bríet var rosalega góð eins og alltaf:). Svaf reyndar allt örðuvísi, enda mikið að gerast og félagsveran Inga má ekki missa af neinu!


Inga Bríet fór annars í 8 mánaða skoðun í gær og nýjustu tölur eru svohljóðandi: 8400g og 69 cm. Semsagt búin að þyngjast um 1100g og lengjast um 2 cm síðustu 2 mánuðina

Wednesday, October 11, 2006

Frændsystkinin


Eftir myndatökuna af frænkunum var gerð tilraun til að ná myndum af öllum hópnum:) Það var frekar erfitt að fá alla til að horfa beint í myndavélina og stelpurnar voru líka báðar orðnar svolítið pirraðar, hehehe!

Fyrir þá sem ekki þekkja hópinn þá er frá vinstri: Bergur Kári, Jónas Ingi með Ingu Bríeti og Kareni Emmu og svo Ingvar Daði.

Ásrún systir og Bjössi eiga Berg Kára og Þórir bróðir og Þórunn eiga rest:).

Sunday, October 08, 2006

Frænkurnar Inga Bríet og Karen Emma




Wednesday, October 04, 2006

Sund

Krakkarnir í sundhópnum að spjalla í upphafi sundtíma.
Huggulegt í sundi:)

Þingvellir

Stuð að flagga. Fjölskyldan við Þingvallavatn.
Inga fylgist vel með:)
Alltaf gaman í magapokanum. Feðginin á leiðinni niður að vatninu.