Tveir montrassar

Wednesday, May 17, 2006

Ekki lítil lengur......

Við Inga Bríet komum við uppi í Leirubakka áðan hjá Kristínu, Kjartani og litlu dömunni. Það má segja það að Inga Bríet stækkaði mikið við þá heimsókn:) Það náðust nokkrar myndir af þeim vinkonunum, en sú minni svaf nú á þeim öllum. Við náum betri myndum síðar.......nægur tími í það!

Annars er Inga Bríet heldur betur farin að hreyfa sig úr stað. Þegar ég tók hana upp úr rúminu í morgun til að gefa henni þá var hún búin að snúa sér 180°! Var semsagt með hausinn þar sem að hún var með fæturna þegar hún sofnaði!

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home