Friday, May 26, 2006
Wednesday, May 17, 2006
Ekki lítil lengur......
Við Inga Bríet komum við uppi í Leirubakka áðan hjá Kristínu, Kjartani og litlu dömunni. Það má segja það að Inga Bríet stækkaði mikið við þá heimsókn:) Það náðust nokkrar myndir af þeim vinkonunum, en sú minni svaf nú á þeim öllum. Við náum betri myndum síðar.......nægur tími í það!
Annars er Inga Bríet heldur betur farin að hreyfa sig úr stað. Þegar ég tók hana upp úr rúminu í morgun til að gefa henni þá var hún búin að snúa sér 180°! Var semsagt með hausinn þar sem að hún var með fæturna þegar hún sofnaði!
Annars er Inga Bríet heldur betur farin að hreyfa sig úr stað. Þegar ég tók hana upp úr rúminu í morgun til að gefa henni þá var hún búin að snúa sér 180°! Var semsagt með hausinn þar sem að hún var með fæturna þegar hún sofnaði!
Tuesday, May 16, 2006
Tólf vikna skoðun
Jæja, þá á að gera tilraun til að halda uppi heimasíðu fyrir heimasætuna á Flókagötunni.
Inga Bríet fór í 12 vikna skoðun og fékk fyrstu sprautuna sína í dag. Hún vóg 5.8 kg og er orðin 61.7 cm. Semsagt búin að þyngjast um tæp 2.3 kg og lengjast um 10.7 cm á 12 vikum. Hún var líka skoðuð af barnalækni og allt var í góðu lagi:)
Inga Bríet er síbrosandi og kát stelpa. Algjör gleðigjafi. Ætli maður reyni ekki að láta inn myndir hérna við og við og skrifa kannski smá um nýjustu afrek frumburðarins.
Meira seinna...........
Inga Bríet fór í 12 vikna skoðun og fékk fyrstu sprautuna sína í dag. Hún vóg 5.8 kg og er orðin 61.7 cm. Semsagt búin að þyngjast um tæp 2.3 kg og lengjast um 10.7 cm á 12 vikum. Hún var líka skoðuð af barnalækni og allt var í góðu lagi:)
Inga Bríet er síbrosandi og kát stelpa. Algjör gleðigjafi. Ætli maður reyni ekki að láta inn myndir hérna við og við og skrifa kannski smá um nýjustu afrek frumburðarins.
Meira seinna...........