Tveir montrassar

Monday, March 22, 2010

gullmoli

Inga sagði mér í dag að vinkona hennar væri að fara til Noregs. Ég spurði hana hvað hún yrði lengi. Þá sagði Inga:

Hún verður í 160 ár, og bætti svo við að það væri það sama og ein vika:)

Sunday, March 14, 2010

Fyndnast í heimi

Það er ekkert fyndnara í augum Ingu en kúkur og prump og allt sem því tengist! Í kvöld sló móðir hennar á létta strengi og söng frumsamið lag fyrir hana um þetta skemmtilega efni. Inga hló og hló og sagði svo:

Hvar lærðir þú þetta lag mamma? Í háskólanum???

Sunday, March 07, 2010

Börnin árinu eldri

Inga og Kristinn áttu afmæli um daginn og nutu þess í botn. Við héldum sameiginlega veislu handa þeim og svo fékk Inga Bríet líka að halda leikskólaafmæli:).

Inga Bríet fékk m.a. Palli var einn í heiminum í afmælisgjöf. Ég las hana fyrir hana um daginn og þegar leið á bókina sá ég að hún tók mikið á hana. Þegar sagan var búin sagði hún: " Ég fæ bara tár af þessari bók" og vildi að ég myndi láta hana hverfa út í buskann. Ég ítrekaði mörgum sinnum að þetta væri bara draumur hjá Palla og að hún myndi aldrei vera ein í heiminum. Úr varð að hún fékk að sofna frammi í faðmi foreldranna. Í stað þess að bókin yrði látin hverfa fyrir fullt og allt lagði Inga til að við myndum geyma hana uppi á háalofti þar til hún yrði 6 ára:)

Kristinn er orðinn altalandi allt í einu. Það þýðir ekki lengur að telja upp orðin sem hann kann því þau eru svo mörg. Hann er duglegur að tjá sig og mynda setningar. Hann sagði til dæmis í gærkvöldi: "mamma, illt í maganum" og strauk sér um kviðinn. Hann er líka farinn að kunna heilu lögin, heyrði hann söngla um daginn: "brúnn, bleikur banani, appelsína talandi......."

Inga dugleg að teikna