Tveir montrassar

Saturday, August 29, 2009

Nýtt af molunum

Inga Bríet er komin á nýja deild í leikskólanum og er heldur betur ánægð með það. Hún segir öllum frá því sem hún hittir, að hún sé ekki lengur á deild með börnum sem eru með bleyju, snuð o.s.frv. Bara með stórum krökkum:) hehe....
Nýjasta nýtt er að muldra eitthvað "rjapsíkrúdell" og spyrja mig hvort ég viti hvað þetta þýði. Hún segist vera að tala útlensku:). Það er líka allt í "þykjó" núna. Ekki nógu cool að segja "í þykjustunni".

Kristinn er orðinn algjör krakki. Hann bætir rólega við nýjum orðum. Nýjasta hjá honum er að segja k(r)akkar og (h)oppa. Hann hoppaði líka jafnfætis um daginn og var ekkert smá hissa og montinn með sig.

Tuesday, August 04, 2009

Pottþétt skemmtun að vera nálægt Ingu Bríeti

Við lentum við hliðina á mömmu og pabba á ljósum og það var auðvitað vinkað á milljón og svona. Á næstu ljósum segir Inga: "Hver er núna við hliðina á okkur?"
Ég leit snöggt til hliðar, sá rauðhærða konu með tvær fléttur og sagðist ekki vita það. Þá sagði Inga Bríet :"Kannski er þetta Lína langsokkur......" Við foreldrarnir sprungum auðvitað úr hlátri.

Við keyrðum líka fram hjá stóru skilti og þar var mynd af Páli Óskari. Þá sagðist Inga elska Pál Óskar. Stuttu seinna spurði hún mig hvort ég elskaði hann ekki líka og hvort mig langaði ekki til að knúsa hann. Ég spurði hana strax á móti hvort hún vildi ekki bara gera það. Nei, það vildi hún ekki en sagðist vilja sjá mig gera það......