Tveir montrassar

Friday, December 28, 2007

Tveir gullmolar í boði Ingu Bríetar

Inga var lasin fyrir jólin og þurfti þá allnokkrum sinnum að mæla hana. Hún stóð í holinu hérna um daginn með bangsa og bíllykla og var að troða lyklunum upp í rassinn á greyið bangsanum. Sagði svo stolt: " Inga mæla bangsa í rassinn".

Myndin hér að neðan af þeim frænkum olli smá hugarangri hjá Ingu Bríeti. Ég spurði hana hver væri á myndinni. Hún var óvenju lengi að svara mér og eftir að ég endurtók spurninguna nokkrum sinnum þá sagði litla daman: "Hvar er minn kútur?" (hún kallar blöðrur kúta). Þær voru semsagt þegar þessi mynd var tekin að leika sér með blöðrur og Inga var ekki að skilja það að hennar blaðra væri ekki með á myndinni:)

Tuesday, December 25, 2007

Sætar prakkarafrænkur á jólunum


Karen Emma og Inga Bríet í miklu stuði í dag:)

Gleðileg jól öllsömul!

Thursday, December 13, 2007

Jólasveinninn er farinn.....

Inga Bríet hitti jólasveina á jólaballi leikskólans í seinustu viku. Hún var mjög smeyk við þá, vildi bara láta halda á sér og gróf sig inn í mann. Þegar það var búið að dansa í kringum jólatréð þá var jólakaffi og þá fóru jólasveinarnir. Þá tók Inga gleði sína á ný og fór að dansa. Núna þegar maður spyr hana hvar jólasveinninnn sé þá er svarið einfalt: "Hann er farinn" og hún er alsæl með það:)
Ég kom fyrr að ná í hana á leikskólann í gær, þar sem það var föndurdagur. Við Inga föndruðum jólasveinagrímu (það verður spennandi að sjá hvernig hún bregst við að sjá sjálfa sig með hana:)) og svo gerðum við skraut á jólatréð.
Á morgun er svo fyrirhuguð ferð í Húsdýragarðinn með leikskólanum en það verður líklegast blásið af þar sem að verðurspáin er slæm. Annars er planið þannig að fyrst á að keyra um bæinn og skoða jólaljósin og svo á að hitta hreindýrin í Húsdýragarðinum. Ferðin á svo að enda á heitu kakói og kleinum:)
Alltaf nóg um að vera í leikskólanum hjá Ingu.
Annars talar Inga Bríet út í eitt og er rosalega dugleg og góð stelpa. Hún er líka algjör prakkari og segja konurnar á leikskólanum að hún sé með merkilega góðan "ég gerði ekki neitt" svip:)