Friday, August 25, 2006
Tuesday, August 22, 2006
Inga Bríet orðin 6 mánaða:)
Jæja, þá er daman orðin 6 mánaða og af því tilefni skellti hún sér til Kaupmannahafnar um helgina ásamt foreldrum sínum og móðurafa-og ömmu. Ingu líkaði vistin vel, var þæg og góð og bræddi ófáan manninn! Við vorum bara í miðbænum: Strikinu, Nýhöfn, Tivoli, Kongens Have og fleira.
Við mæðgurnar fórum svo á Heilsugæsluna í morgun þar sem Inga Bríet var vigtuð, mæld og sprautuð. Daman er orðin 7300g og 67 cm.
Stærsta fréttin er þó sennilega sú að sú stutta er farin að tala og var fyrsta orðið hjá dömunni mamma , ekki leiðinlegt það!
Ég set inn myndir frá Köben í kvöld eða á morgun.
Við mæðgurnar fórum svo á Heilsugæsluna í morgun þar sem Inga Bríet var vigtuð, mæld og sprautuð. Daman er orðin 7300g og 67 cm.
Stærsta fréttin er þó sennilega sú að sú stutta er farin að tala og var fyrsta orðið hjá dömunni mamma , ekki leiðinlegt það!
Ég set inn myndir frá Köben í kvöld eða á morgun.