Tveir montrassar

Friday, August 25, 2006

Köben 18.-21. ágúst

Inga hress rétt fyrir svefninn
Inga að hitta Signe í fyrsta skipti. Eitthvað segir mér að það hafi verið meiri sól í Danmörku í sumar! hehehe
Þær vinkonurnar.
Feðginin flott að vanda:)
Mættar í Tivoli, Inga voða spennt:)

Tuesday, August 22, 2006

Inga Bríet orðin 6 mánaða:)

Jæja, þá er daman orðin 6 mánaða og af því tilefni skellti hún sér til Kaupmannahafnar um helgina ásamt foreldrum sínum og móðurafa-og ömmu. Ingu líkaði vistin vel, var þæg og góð og bræddi ófáan manninn! Við vorum bara í miðbænum: Strikinu, Nýhöfn, Tivoli, Kongens Have og fleira.

Við mæðgurnar fórum svo á Heilsugæsluna í morgun þar sem Inga Bríet var vigtuð, mæld og sprautuð. Daman er orðin 7300g og 67 cm.

Stærsta fréttin er þó sennilega sú að sú stutta er farin að tala og var fyrsta orðið hjá dömunni mamma , ekki leiðinlegt það!

Ég set inn myndir frá Köben í kvöld eða á morgun.

Thursday, August 17, 2006

Inga Bríet og Silja María í sundi

Klárar í slaginn
Inga hress
Vinkonuspjall:)

Sunday, August 13, 2006

Katlagil 2006


Frændsystkinin uppi í fjalli, frá vinstri: Bergur Kári, Jónas Ingi með Ingu Bríeti og svo Ingvar Daði. Vantar bara Kareni Emmu.Inga ánægð framan á pabba sínum.
Rosa stuð greinilega!

Friday, August 11, 2006

Inga að dást að sjálfri sér í speglinum:)
Þetta var nú aldeilis sniðugt! Inga Bríet hress á Kaffi Paris
Inga Bríet með Pétri föðurbróður á Kaffi París.
Pabbaknús:) Þau eru nú ansi lík feðginin!

Saturday, August 05, 2006

Þrjár af mæðgunum




Við fjölskyldan vorum að koma inn úr góðum göngutúr. Ingu Bríeti finnst gaman að fá að sitja í vagninum þegar hún er vöknuð og fylgjast með mannlífinu. Hún missir ekki af neinu, er semsagt með athyglina í fínu lagi og ágætis forvitnisgen líka!