Tveir montrassar

Wednesday, July 06, 2011

Sæl og glöð systkini


Monday, July 04, 2011

Alltof langt síðan seinast......

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð í alltof langan tíma. Myndin hér að ofan er tekin í maí. Þarna eru systkinin prúðbúin á leiðinni út að borða:)

Það er allt gott að frétta, og ég held að ég sleppi því að reyna að rifja upp allt það skemmtilega sem hefur gerst undanfarið ár. Læt í staðinn fylgja gullmola:

Inga Bríet var að hlusta á Pál Óskar um daginn, og þá á lagið "Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað........ég er eins og ég er og biðst ekki afsökunar á neinu...." Þá segir Inga Bríet strax: Af hverju biðst Páll Óskar ekki afsökunar á neinu???

Kristinn Tjörvi er mjög upptekin af því að hann sé að verða stóri bróðir í desember:) Hann segist ítrekað geta lánað barninu hitt og þetta. Svo sátum við saman inni í eldhúsi um daginn og hann sá að það er ennþá beisli fast við stólinn hans. Hann nefndi þá að barnið gæti setið þar. Þá sagði ég við hann að hann gæti þá fengið Ingu sæti og Inga gæti setið í fullorðinsstól. Þá bætti hann við: "Og pabbi borðar þá bara frammi......"