Smá af talandi Ingu...
Inga er farin að mynda ótrúlegustu setningar. Hún kom t.d. labbandi til mín í gær og sagði: mamma, meiri rúsínur (segir súsin=rúsínur). Svo sagði hún áðan: mamma kaffi inga trópí (segir lópí=trópí). Hún talar allan daginn, stanslaust:) Hún talar meira að segja upp úr svefni! hehehe....
Hún er alltaf sama krúttið. Hárið á henni vex hratt og ég get sett í hana tagl.
Henni finnst ekki gaman að fara að sofa á kvöldin, svarar því ávallt neitandi þegar maður spyr hana hvort hún ætli ekki að fara að sofa. Segir neiiiii og grettir sig:).
Hún er mikið matargat og er ostur í miklu uppáhaldi hjá henni að ógleymdum rúsínunum.
"Ég á lítinn skrýtinn skugga" er enn í uppáhaldi hjá henni. Hún missir sig alltaf þegar hún heyrir það. Svo er nýja lagið með Páli Óskari líka voða vinsælt....hehe
Svo er hún að verða leikskólastelpa. Byrjar í september á Stakkaborg!
Hún er alltaf sama krúttið. Hárið á henni vex hratt og ég get sett í hana tagl.
Henni finnst ekki gaman að fara að sofa á kvöldin, svarar því ávallt neitandi þegar maður spyr hana hvort hún ætli ekki að fara að sofa. Segir neiiiii og grettir sig:).
Hún er mikið matargat og er ostur í miklu uppáhaldi hjá henni að ógleymdum rúsínunum.
"Ég á lítinn skrýtinn skugga" er enn í uppáhaldi hjá henni. Hún missir sig alltaf þegar hún heyrir það. Svo er nýja lagið með Páli Óskari líka voða vinsælt....hehe
Svo er hún að verða leikskólastelpa. Byrjar í september á Stakkaborg!