Tveir montrassar

Wednesday, July 06, 2011

Sæl og glöð systkini


Monday, July 04, 2011

Alltof langt síðan seinast......

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð í alltof langan tíma. Myndin hér að ofan er tekin í maí. Þarna eru systkinin prúðbúin á leiðinni út að borða:)

Það er allt gott að frétta, og ég held að ég sleppi því að reyna að rifja upp allt það skemmtilega sem hefur gerst undanfarið ár. Læt í staðinn fylgja gullmola:

Inga Bríet var að hlusta á Pál Óskar um daginn, og þá á lagið "Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað........ég er eins og ég er og biðst ekki afsökunar á neinu...." Þá segir Inga Bríet strax: Af hverju biðst Páll Óskar ekki afsökunar á neinu???

Kristinn Tjörvi er mjög upptekin af því að hann sé að verða stóri bróðir í desember:) Hann segist ítrekað geta lánað barninu hitt og þetta. Svo sátum við saman inni í eldhúsi um daginn og hann sá að það er ennþá beisli fast við stólinn hans. Hann nefndi þá að barnið gæti setið þar. Þá sagði ég við hann að hann gæti þá fengið Ingu sæti og Inga gæti setið í fullorðinsstól. Þá bætti hann við: "Og pabbi borðar þá bara frammi......"



Friday, September 10, 2010

Á ferð um landið sumarið 2010

Inga blómarós

Veiðimaðurinn hress

flottust!

íþróttagarpar

Kristinn var ekki lengi að biðja um að fá að fara í fótboltabúninginn þegar hann heyrði að Inga væri að fara í fimleika.
Inga spennt að fara á fyrstu fimleikaæfinguna:)

Tuesday, August 10, 2010

Kristinn og Inga?

Eða ég og Ásrún? hehe..........Kristinn heldur allavega að þetta sé hann:)

Thursday, July 15, 2010

Inga bleika:)

Nývöknuð og sæl
Sumarhátíð á leikskólanum:)

Kristinn stuðbolti

Hress með hlaupabólu í morgunsárið


Líf og fjör!


Wednesday, July 14, 2010

Loksins myndir

Inga Bríet og Kristinn Tjörvi nýbúin með frostpinna:)
Karen og Inga Bríet

Thursday, June 24, 2010

Fréttir af sætu systkinunum

Hlaupabólan mætti galvösk inn á heimilið í júní. Fyrst fékk Kristinn hana og núna er Inga greyið heldur betur skrautleg. Ég nýtti tækifærið á meðan Kristinn var með hlaupabóluna og tók af honum bleyjuna og það gekk eins og í sögu. Núna er heimilið í fyrsta skipti bleyjulaust síðan í febrúar 2006!

Annars er allt gott að frétta. Það er gaman að fylgjast með hvað Kristinn og Inga eru góð saman og miklir vinir. Auðvitað eiga þau það til að pirra hvort annað, en það er bara eðlilegt. Flestum stundum una þau sér vel saman og finnst fátt skemmtilegra en að vera úti á palli eða fyrir framan hús að kríta eða hjóla.

Kristinn er algjörlega altalandi. Eins og hann er fjörugur, alltaf úti um allt að gera æfingar eins og íþróttaálfurinn, þá er hann líka mjög varkár. Honum er t.d. meinilla við að keyra nálægt vatni og segir iðulega við þær aðstæður: "pabbi, ekki detta í stóra baðið":) Einu sinni bætti hann líka við: "Þetta er ekki krókódílavatn, neiiiiiiii....."
Einu sinni sagði hann alltaf þegar hann var ítrekað að biðja um eitthvað "eitt í viðbót og svo búið". Núna segir hann: "eitt í viðbót........og svo meira og meira og meira........." og setur upp þvílíkt glott! Hann er alltaf brosandi og það er greinilega mjög gaman að vera hann!

Inga Bríet er rosalega góð við bróður sinn. Hún sagði við mig um daginn: "mamma, ég er svo glöð með hvað Kristinn er duglegur að pissa í koppinn". Hún er með þvílíka verndartilfinningu gagnvart honum og hann er heldur betur í öruggum höndum þegar hann byrjar á leikskólanum hennar í haust:)